Eimreiðin - 01.05.1907, Side 32
I 12
Að Grímur var eini huggarinn, eina skjólið sem hún gat flogið í,
þegar sortnaði í mótgangshríðinni.
Svo fæddist þeim drengur og ári síðar stúlkubarn. Pau sýnd-
ust engu síður mannvænleg en hin fyrri, og vörpuðu sól og sumri
yfir foreldrana og heiðarkotið. Græddu sárin, og þýddu klakann,
sem fortíðin hafði brasað yfir framtíðina.
En þá kom þruman. Kom úr heiðskíru loftinu, áður en nokk-
urn varði. Eldingunni sló niður. Nú sat Guðlaug aftur yfir tveim-
ur ungum börnum. Aftur var það barnaveikin, sem barðist um líf
litlu aumingjanna — óvitanna, sem ekki höfðu hugmynd um hvað
líf og dauði er.
Guðlaug gat ekki tára bundist, þar sem hún sat hjá börnun-
um, augasteinum foreldranna, alein, langt uppi í heiði. Grímur
kafandi einhverstaðar langt — langt í burtu að sækja lækninn.
Ef það gerði nú byl, og hann næði ekki bæjum — yrði að liggja
úti og..........Æ þetta var óttalegt! Kuldinn í baðstofunni
skelfilegur, og súgurinn lítt þolandi! —
III.
Pað er óraleið frá Hamri og út að Brekku, meira en skamm-
degisganga. Grímur neytti allra krafta til þess að komast áfram.
Færðin var erfið, og hann búinn að láta það bezta sem göngu-
maður.
Laust eftir hádegið kom hann að Brekku. Sonur læknisins,
drenghnokki 5 vetra, kom til dyra, þegar barið var.
»Er pabbi þinn heima?« spurði Grímur, þegar hann hafði
heilsað drengnum.
»Pabbi? — Nei — pabbi er ekki heima — hann sefur.«
í því kom ein af vinnukonunum fram í bæjardyrnar.
»Viltu gera svo vel að skila til læknisins, að ég vilji finna
hann?«
»Læknirinn er ekki heima,« sagði stúlkan og rak blánefið út
fyrir dyrastafinn.
»Ekki heima? — Pó segir drengurinn að hann sofi?«
»Nú — er hann heima.« Hún leit óþýðlega til drengsins, um
leið og hún rak hann á undan sér inn göngin.
Grímur beið dálitla stund. Einn af húskörlunum kom utan að
og heilsuðust þeir í bæjardyrunum.