Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 32
I 12 Að Grímur var eini huggarinn, eina skjólið sem hún gat flogið í, þegar sortnaði í mótgangshríðinni. Svo fæddist þeim drengur og ári síðar stúlkubarn. Pau sýnd- ust engu síður mannvænleg en hin fyrri, og vörpuðu sól og sumri yfir foreldrana og heiðarkotið. Græddu sárin, og þýddu klakann, sem fortíðin hafði brasað yfir framtíðina. En þá kom þruman. Kom úr heiðskíru loftinu, áður en nokk- urn varði. Eldingunni sló niður. Nú sat Guðlaug aftur yfir tveim- ur ungum börnum. Aftur var það barnaveikin, sem barðist um líf litlu aumingjanna — óvitanna, sem ekki höfðu hugmynd um hvað líf og dauði er. Guðlaug gat ekki tára bundist, þar sem hún sat hjá börnun- um, augasteinum foreldranna, alein, langt uppi í heiði. Grímur kafandi einhverstaðar langt — langt í burtu að sækja lækninn. Ef það gerði nú byl, og hann næði ekki bæjum — yrði að liggja úti og..........Æ þetta var óttalegt! Kuldinn í baðstofunni skelfilegur, og súgurinn lítt þolandi! — III. Pað er óraleið frá Hamri og út að Brekku, meira en skamm- degisganga. Grímur neytti allra krafta til þess að komast áfram. Færðin var erfið, og hann búinn að láta það bezta sem göngu- maður. Laust eftir hádegið kom hann að Brekku. Sonur læknisins, drenghnokki 5 vetra, kom til dyra, þegar barið var. »Er pabbi þinn heima?« spurði Grímur, þegar hann hafði heilsað drengnum. »Pabbi? — Nei — pabbi er ekki heima — hann sefur.« í því kom ein af vinnukonunum fram í bæjardyrnar. »Viltu gera svo vel að skila til læknisins, að ég vilji finna hann?« »Læknirinn er ekki heima,« sagði stúlkan og rak blánefið út fyrir dyrastafinn. »Ekki heima? — Pó segir drengurinn að hann sofi?« »Nú — er hann heima.« Hún leit óþýðlega til drengsins, um leið og hún rak hann á undan sér inn göngin. Grímur beið dálitla stund. Einn af húskörlunum kom utan að og heilsuðust þeir í bæjardyrunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.