Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Side 33

Eimreiðin - 01.05.1907, Side 33
113 »Er læknirinn heima?« Grímur hafði gaman af að vita, hvort allir væru eins lærðir í sannleikslistinni. »Pað er hann víst, þó ekki sé fyrir alla að ná tali af honum utn þetta leyti dags.« »Viltu þá skila til hans, að ég óski að tala við hann, og það helzt fljótlega?« Maðurinn fór inn og kom aftur að vörmu spori; sagði Grími að tylla sér niður í stofunni til vinstri handar inn úr bæjardyrunum, og bíða læknisins, hann kæmi strax. Tíminn leið, en ekki kom læknirinn. Grímur skalf af kulda í stofunni. Hann hafði verið rennandi sveittur eftir gönguna, en stofan illköld. Vindurinn lék um hana lausum hala, hafði leikið það svo lengi, breytti ekkert þeirri stefnu, þó læknirinn fyrir rúm. um tveimur árum léti byggja baðstofu með stórri stofu undir palli. Eað voru engar smugur á því nývirki, en fyrirhafnarlítið að kom- ast inn í gömlu stofuna, hvar sem var. Gamla stofan var biðstofa fátæklinganna. I’ar lagði aldrei hlakkandi yl af kaffibollunum, og aldrei rauk þar upp af marg- réttuðum matardiskum. Allir vissu að þangað hafði ekki komið annað en vatnsdaufur blöndudrykkur — flóaður á sumrin og fros- inn á vetrum — í öll þau ár, sem læknirinn var búinn að vera á Brekku. Höfðingjarnir og hinir efnaðri bændur gátu borið um gestrisni læknisins; við þá var ekkert sparað. Og sæl þóttist sú kona, sem náði vinfengi læknisfrúarinnar. I’aö borgaði sig vel fyrir smá-smjörpynkla, mysuost og prjónles að koma í stássstof- una á Brekku. Pað var sú tign, sem ríkra manna konur einar gátu um kept. — Grímur gekk um gólf. Tennurnar nötruðu í gómnum og skeggið varð hélugrátt. Hann beið og beið, en ekki kom læknir- inn. Honum fanst tíminn óumræðil'ega langur. Hver mínútan stund, og hver stundin heill dagur. Konan alein í bænum, með börnin dauðveik! Pað var svo óttalegt, að hún yrði nú að vera ein hjá börnunum heilan sólarhring, bara fyrir bannsett slórið í lækninum. Og svo myndi hann aldrei komast af stað. Tað var alkunnugt, að hann var lengi að búa sig. Eað var svo sem víst, að þeir kæmust ekki frá Brekku fyr en undir kveld, og þá ekki lengra en eitthvað fram í sveitina. Og svo yrðu börnin máske dáin, þegar læknirinn kæmi. — Og Grími varð kaldara og kaldara, og altaf lengdust mínúturnar og stundirnar. Hann gekk óþolin- 8

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.