Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 33
113 »Er læknirinn heima?« Grímur hafði gaman af að vita, hvort allir væru eins lærðir í sannleikslistinni. »Pað er hann víst, þó ekki sé fyrir alla að ná tali af honum utn þetta leyti dags.« »Viltu þá skila til hans, að ég óski að tala við hann, og það helzt fljótlega?« Maðurinn fór inn og kom aftur að vörmu spori; sagði Grími að tylla sér niður í stofunni til vinstri handar inn úr bæjardyrunum, og bíða læknisins, hann kæmi strax. Tíminn leið, en ekki kom læknirinn. Grímur skalf af kulda í stofunni. Hann hafði verið rennandi sveittur eftir gönguna, en stofan illköld. Vindurinn lék um hana lausum hala, hafði leikið það svo lengi, breytti ekkert þeirri stefnu, þó læknirinn fyrir rúm. um tveimur árum léti byggja baðstofu með stórri stofu undir palli. Eað voru engar smugur á því nývirki, en fyrirhafnarlítið að kom- ast inn í gömlu stofuna, hvar sem var. Gamla stofan var biðstofa fátæklinganna. I’ar lagði aldrei hlakkandi yl af kaffibollunum, og aldrei rauk þar upp af marg- réttuðum matardiskum. Allir vissu að þangað hafði ekki komið annað en vatnsdaufur blöndudrykkur — flóaður á sumrin og fros- inn á vetrum — í öll þau ár, sem læknirinn var búinn að vera á Brekku. Höfðingjarnir og hinir efnaðri bændur gátu borið um gestrisni læknisins; við þá var ekkert sparað. Og sæl þóttist sú kona, sem náði vinfengi læknisfrúarinnar. I’aö borgaði sig vel fyrir smá-smjörpynkla, mysuost og prjónles að koma í stássstof- una á Brekku. Pað var sú tign, sem ríkra manna konur einar gátu um kept. — Grímur gekk um gólf. Tennurnar nötruðu í gómnum og skeggið varð hélugrátt. Hann beið og beið, en ekki kom læknir- inn. Honum fanst tíminn óumræðil'ega langur. Hver mínútan stund, og hver stundin heill dagur. Konan alein í bænum, með börnin dauðveik! Pað var svo óttalegt, að hún yrði nú að vera ein hjá börnunum heilan sólarhring, bara fyrir bannsett slórið í lækninum. Og svo myndi hann aldrei komast af stað. Tað var alkunnugt, að hann var lengi að búa sig. Eað var svo sem víst, að þeir kæmust ekki frá Brekku fyr en undir kveld, og þá ekki lengra en eitthvað fram í sveitina. Og svo yrðu börnin máske dáin, þegar læknirinn kæmi. — Og Grími varð kaldara og kaldara, og altaf lengdust mínúturnar og stundirnar. Hann gekk óþolin- 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.