Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Side 36

Eimreiðin - 01.05.1907, Side 36
116 »Hvað er það, sem gengur að börnunum?« ^Pað er nú það sem ég ekki veit. Eg ætlaði lækninum að skera úr því. Samt finst mér veikin haga sér líkt og þegar börnin mín dóu. — Eg held það sé barnaveiki,« sagði Grímur og var gráthljóð í röddinni. »Barnaveikin — já einmitt það, en við hana er» ekkert að gera. Og svo vantar mig eina meðalið, sem um er að ræða í þeim sökum,« sagði læknirinn ósköp rólega. »Svo mér eru þá allar bjargir bannaðar?« Grimur horfði svo framan í lækninn, að allar skepnur hefðu hlotið að vikna. »Pér megið ekki vera heimtufrekur. Maður, sem eins er ástatt fyrir og yður, má ekki hugsa, að honum sé lánað endalaust og botnlaust. Eg get ekki verið á þönum fyrir þá menn, sem aldrei borga. Petta liggur í augum uppi. I’að er svo skiljanlegt, að að því þarf ekki fleiri orðum að eyða.' Eg verð eins og allir aðrir menn að hugsa um minn hag. Eg þarf að lifa eins og aðrir menn, og ástæður mínar eru ekki þann veg, að ég geti farið langar ferðir um hávetur án borgunar. Eér skiljið þetta, Grímur minn! Menn eins og þér, verðið að setja ykkur í annarra spor. Allir eiga að hafa það hugfast, að komast áfram án þess að þiggja. Og allir eiga að kosta kapps um að gera það eitt, sem gefur í aðra hönd. Ef menn hugsa sér að komast áfram í heiminum, mega þeir ekki lána fé sitt, þeim sem aldrei geta borgað; það er sú mesta fjar- stæða, sem nokkur þjóð þekkir, og vegna þess eru svo margir Islendingar skríðandi á fjórum fótum, eða standandi á hausnum langt niðri í skuldaflækjunni. — Sem sagt, það hefir enga þýðingu að ég fari. Ef það er barnaveikin, verður það um seinan; einhver breyting skeð, áður en við náum heim til yðar. Og sama er um meðulin, þau hafa heldur ekkert að þýða. Og svo megið þér þakka fyrir að skuldin hefir ekki aukist að þessu sinni. — Pað er upp úr nýjárinu, sem þér ætlið að borga?« Læknirinn hafði gengið fram og aftur. Hann talaði rólega eins og það væri sannfæring hans, að þetta mál, sem hann var að verja, væri í alla staði rétt. Grímur hafði staðið kyr í sömu sporum. Pegar læknirinn þagnaði, varpaði hann öndinni og píndi út úr sér: »Pað er þá ekki annað en ég fari? Eg hefi helzt til lengi beðið eftir þessum málalokum.« Svo litla stund stóð hann kyr,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.