Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 39
koma með sér, auðvitað til þess aö skuldin margfaldaðist, og
hann gæti aldrei borgað hana. Eg leiddi honum fyrir sjónir,
hvaða dæmalaus fjarstæða það væri, sem hann færi fram á, og
lét hann svo fara.«
»Hvað heyri ég? — Petta er guðs ráðstöfun,« sagði frú Ragn-
heiður og fórnaði upp höndunum af gleði, »einmitt svo læknirinn
gæti komið hingað í kveld! Ekki nema það þó, að hann Grímur,
ræfillinn sá, skuli gera sig svo stóran. En það er satt, þeir hafa
ekki vit á að skammast sín, þessir dónar,« sagði frúin með fyrir-
litningu, um leið og hún helti í glösin í þriðja sinn.
»Nei, Grímur á Hamri er ekki allur, þar sem hann er séður,
í viðskiftunum,« sagði séra Ólafur og hallaði undir fiatt. »Eg hefi
fengið að kenna á því síðan hann tengdafaðir hans dó. Hann hefir
aldrei staðið í skilum á réttum tíma, með landsskuldina, og þegar
húti hefir svo loksins komið, hafa sauðirnir verið úrþvætti mestu.
Pví segi ég það, að það er ekkert smáræði, sem kirkjan hefir
tapað við það, að annar eins trassi skuli byggja jörðina. Eg væri
búinn að útbyggja honum fyrir löngu, ef hann væri ekki giftur
dóttur hans forsteins sáluga — öðlingsins þess, sem gaf kirkjunni
svo sómasamlega á dánardægri sínu. En það er satt, það er
eftirtektarvert, hvað heimskan getur hreykt sér hátt,« og það var
engin prestsleg viðkvæmni í röddinni, þegar hann þagnaði.
»Já, það er eftirtektarvert, hvað þeir eru heimskir þessir aum-
ingjar.« Frú Ragnheiður tók franska koníaksflösku út úr skápnum
undir skrifborðinu og helti á glösin. nEeir hlaða niður skuldum
svo þeir ná ekki upp úr þeim, og jafnframt fylla þeir kofana með
krökkum, sem þeir hafa ekki hið minsta með að gera. Pví
hvorki hafa þeir vit á að ala þau upp, né geta látið þau hafa
fæði og klæði. — Að þessir aular skuli ekki vera vitrari dýr-
unum.«
»Alveg rétt, frú Ragnheiður! Og svo þurfum við hinir að
borga uppeldið, Eða hvers vegna skyldu útsvörin hækka á
hverju ári ?«
»Já útsvörin — það er ergilegt að við skulum þurfa að
vinna fyrir þessum slæpingjum!«
»Já séra Ólafur — það er hart!«