Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 40
120 V. Grími sóttist seint heim. IJað var farið að bregða birtu, þegar hann fór frá Brekku. Biðin eftir lækninum hafði verið óþolandi löng, og tíminn, sem hann ræddi við lækninn, full- keyptur fyrir úrslitin. Vesalings Guðlaug! Bjargföst trú hennar, að hann kæmi með lækninn. Hvað átti hann að segja henni? Þetta var svo óttalegt, að hann gat ekki hugsað til þess. Að segja Guðlaugu alt, eins og það fór á milli hans og læknisins. og það þegar svona stóð á? — Nei það mátti hann ekki gera. — En að skifta um — segja eitthvað annað — ljúga að konunni sinni? Var það nokkuð betra? — Eða hvað þá? Grímur átti örðugt með að ganga, gat naumast borið fæt- urna. Þreytan ætlaði að yfirbuga hann, ásamt þunga þeim, er lá á sálu hans. Hann hafði heldur ekki bragðað mat, allan lið- langan daginn; hafði farið fyrir ofan garð og neðan. Ekki viljað láta nokkurn mann sjá sig. Allir myndu misskilja hann, og halda að hann væri á beiningaferð. Hann hafði svo oft stafað það út úr augum manna, þó ekki væri það aðrir en heldri mennirnir og sveitarhöfðingjarnir, sem kunnu að kveða að því. — Nei, heim varð hann að komast! Aumingja Guðlaugl Mikið mætti hún hugsa til daganna á Hofi. Baslið og bágindin hefði hún heldur kosið, en auð og metorð. Og alt þetta hefði hún kosið af einlægri ást til ótigins manns — órjúfandi ást til hansl — Hvað það hefði verið gaman, ef hann hefði getað hafið hana upp úr bágindunum — upp ur myrkrinu, og leitt hana þangað, sem sólin skini. Að hann hefði getað sýnt henni, að hann væri sjáifstæður maður, sem vildi berjast af öllum lífs og sálarkröftum fyrir því, að þau gætu komið fram hvar sem var, sjálfstæð! — En — hefði hann ekki barist? — Jú, — það hefði hann gert, og hún líka. Þau hefðu barist af öllum kröftum, en þau hefðu beðið ósigur. — Hann væri svo lítils megandi — fátækur ræfill, sem enginn virti, en sem allir hefðu horn í síðu á. I'að væri hann, og það myndi hann verða svo lengi, sem hann drægist á löpp- unum. Hann elskaði Guðlaugu, og fyrir hana lifði hann. Fyrir hana og börnin þeirra berðist hann. — En hvar sæist þessi ást? Bæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.