Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Page 41

Eimreiðin - 01.05.1907, Page 41
I 21 það vott um ást, að hann léti hana vinna baki brotnu, þræla bæði nótt og dag? Grími vöknaði um augun, en enginn nema hann einn gat frá því sagt, hvort tárin féllu niður í snjóinn, eða þau svelluðu á vöngunum gráhærðu. Grímur náði heim laust eftir miðnætti, að fram kominn af þreytu og hungri. Blóðið var næstum staðnað í æðunum, og fæturnir stirðir og afllausir. Gátu naumast borið hann inn göngin, og lyft honum upp á pallinn. »Guði sé lof, að ég er þó kominn heim U Grímur kysti konuna og börnin, staulaðist yfir að rúmfleti við uppgönguna, hallaði sér aftur á bak og stundi þungan. »Hvernig líður?« Grímur horfði hvorki á konuna né börnin, heldur starði hann augunum fram í skotið hjá uppgöngunni, þangað sem aldrei kom sól, heldur var svarta myrkur bæði sumar og vetur. »Æ, ég veit það ekki! — Hann misti rænuna í morgun og hefir haft óþolandi kvalir síðan, en hún hefir rænu, að ég held. — Æ guð minn góður, ég veit ekki hvar þetta lendir!« Svo varð þögn, og ekkert heyrðist nema stunur og vein barnanna. »Kemur ekki læknirinn ?« hvíslaði Guðlaug eins og í leiðslu, án þess að líta upp. »Nei-ei!« var það eina, sem Grímur gat stamað út. Guðlaug hóf upp höfuðið. Tárin glitruðu í augunum og tóku svo hlaup niður kinnarnar. Grímur leit upp og augu þeirra mætt- ust. Lásu á augnabliki þetta, sem bæði hugsuðu, og höfðu viljað segja, en sem tungan ekki gat túlkað. Misskildu ekkert. Dálitla stund runnu sálirnar saman, spegluðust í djúpi augna þeirra. Svo fékk þreytan yfirhöndina. Augu Gríms lukust aftur. Hann var sofnaður og dró andann þungt og óeðlilega. VI. Jólanóttin var komin. »Friður á jörðu og guðs velþóknun yfir mönnunum,« sungu englarnir fyrir nálega tveim þúsundum ára. Sami englasöngúrinn boðar jólin enn þann dag í dag. Boðið berst um allan heim — yfir haf og hauður — ómar í stórborgunum ög bergmálar í kofum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.