Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 44
124
vitur — væri honum ekki kunnugt um, að það var ástin — ástin
hennar — sem krafði þess, að hún veldi þetta hlutskifti? Hafði
þá ást hennar verið einskis virði? Hefði guði þótt vænna um hana,
hefði hún gifst einhverjum maurapúkanum, sem bað hennar — og
þó hún hefði aldrei lært að elska neinn þeirra — haft viðbjóð á
þeim öllum — ætli guði hefði fundist það betra? —
En hvernig stæði á því, að guði hefði fundist svo mikið til
föður hennar koma? Pað fanst henni alls ekki, og aldrei hefði
henni þótt verulega vænt um hann. Hann hefði verið svo kaldur,
aldrei beðið, heldur skipað hranalega. Og oft hefði hann barið
hana, á meðan hún var ung, og það oft án þess hún hefði nokkuð
til unnið. Pað hefði verið auðséð á öllu, að honum hefði aldrei
þótt vænt um hana, og þá hefði ekki verið heimtandi af henni,
að henni þætti vænt um hann. Hann hefði líka verið vondur við
móður hennar. Hún hefði heyrt hann stríða henni, þangað til hún
grét, og stundum hefði hann slegið til hennar, ef honum fanst
hún gefa bágstöddum ofmikið. En um móður sína hefði henni
altaf þótt vænt, og dánardægurs hennar hefði hún altaf minst
sem stærsta mótlætisins, sem henni hefði mætt.
Væri ekki guði kunnugt um þetta? Og hvernig gæti hann
dæmt hana svona hart — hegnt henni svona þunglega? Væri
þá guð eins og maðurinn ? Mætti kaupa hann góðan með gjöfum ?
Hefði hann tekið á móti jörðunum, sem faðir hennar gaf kirkjunni,
sem fult gjald fyrir afbrot hans? Ef svo væri — hví gæti þá ekki
sú gjöf bætt afbrot hennar. Hún var þó hold af hans holdi, og
blóð af hans blóði. Væri það ekki nóg fyrir guð, að hún þyrfti
aö lifa við eymd og volæði, vegna þess að allur auðurinn, sem
henni bar, gekk upp í skuldir föður hennar? Væri það ekki nóg
— hví þyrfti guð einnig að fórnfæra börnunum hennar? —
Væri þessi aðferð guðs nokkuð annað en óréttlæti? — Og
hvernig gæti hún búist við að finna réttlæti i heiminum, ef æðsti
stjórnari hans væri óréttlátur? —
— »...........I dag er yður frelsari fæddur! og hann er
fæddur til að blása oss í brjóst anda endurfæðingarinnar, anda
réttlætisins og helgunarinnar, anda fjörsins og framkvæmdarinnar,
anda þekkingarinnar og anda kærleikans! . .. . Ef vér erum undir-
okaðir af hinum ytri lífskjörum, sem bágt er að synja fyrir, þá
ríður oss því meira á, að höndla hið innra frelsi og afla okkur
þeirra gæða, sem glæða sálarinnar sanna líf.........!«