Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 45

Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 45
125 Guðlaug hlustaði með athygli. Grími skalf ekki röddin lengur. Hann las hægt og stilt, og sú áherzla fylgdi orðunum, sem það væri heilagur sannleiki. — Obifanlegur sannleiki, sem færði honum huggun. — — Hver vóru þessi gæði, sem áttu að efla sálarinnar sanna líf? Og hvað þetta altsaman? — Eti hvað vegir guðs vóru órekj- anlegir og dómar hans órannsakanlegir. Og samt hefði hún leyft sér að dæma guð! Hún syndug manneskjan, sem ekki væri annað en duft og aska, ef guð vildi, — hún hefði felt dóminn yfir guði! Hún hefði syndgað — brotið á móti lögmálinu! Myndi guð hegna henni, og hvernig myndi hann gera það? Myndi hann taka barnið, sem eftir lifði ? Taka líf litlu stúlkunnar, sem enn þá barðist við dauðann, og láta blóð hennar afmá synd móðurinnar? — »Æ-nei! — Vægð! Vægð! Almáttugur guð, faðir himins og jarðar, vægð, vægð!« — Svo komu tárin; hlupu óöfluga niður kinnarnar, og hrundu ofan á andlitið náhvíta. Dauðans engill hafði strokið yfir vangana, og haft á burt með sér síðustu roðarósina. Og þó móðurtárin væru sterk, gátu þau ekki vakið rósina til lífs, sem hafði fölnað í miðri vorfegurðinni. —• Pað var alt orðið hljótt. Grímur var þagnaður og faldi andlitið í höndum sér. Og frá rúminu, sem Sigga litla var í, bárust stunur, sem gagntóku móðurhjartað í jólanæturkyrðinni. — (Framh.) Kvæði. I. FROSTRÓSIR. Á vorin er sólin í suðrinu hló og silfurlit döggin á foldinni glóði, þá blómguðust rósir í brekku hjá mó, þær brostu í vordagsins indælu ró og undu svo frjálsar við árljós í daggtára flóði. Hún elskaði lífið, er ársólin hló á æskunnar morgni og fegraði veginn,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.