Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Page 47

Eimreiðin - 01.05.1907, Page 47
127 en sífelt ég rek mig á harðlokuð hlið, er hlýðnast ei andvörpum langana minna; og bæn mín er ónýt að berjast þar við — mig brestur hinn ákveðna lykil að finna. En, blessaða kvöldsól, þig byrgja ei ský, þú brosir nú við mér í töfrandi ljóma. Pú heillar mig veikan svo vinleg og hlý, þú vekur í brjósti mér unaðar róma; og einverustundin hún styttist á því, ef strengjunum instu ég leyfi að hljóma. I æsku ég sá þig með ylgeisla krans urn enni og brjóst þér á hásumar kvöldum; þá steigst þú við fjallstinda fornhelgati dans og fléttaðir hár þitt í glóandi tjöldum. Svo fluttir þú kveðju frá manni til manns í mjúkum og titrandi ljósvakans öldum. Og jökulinn bræddi þín brennheita glóð og börnunum rósknappa fékst þú í hendur, og hvar sem að geisli þinn glóbjartur stóð þar grænkuðu dalir og ylnuðu lendur; og frjálsgefin, dillandi fagnaðarljóð þér fjallgnípur ómuðu, heiðar og strendur. Og kuldinn, sem ónot þeim einstæða bjó, hann utidan þér sneri til fjarlægra stranda, og ylur þinn beiskjuna’ úr bikarnum dró — þú breyttir því veiklaða’ í þolgæðis anda. Við töfrandi barm þér hið bansærða hló, því bros þitt er engill, er greiðir úr vanda. Hve oft hef ég litið þig, eilífðar dís, frá árdögum lífs míns til þessarar stundar. En nú fyrst úr lokhvílu ljóðið mitt rís og léttfætt og hjúfrandi’ í arma þér skundar. Nú skil ég — án yls þíns hver frjóangi frýs og fræbrumið tárviðkvæmt hnígur til grundar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.