Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Side 48

Eimreiðin - 01.05.1907, Side 48
128 Með lokuöum augum ég sofið hef sætt og sjálfsvona draumóra látið mig blekkja, en miður að skapandi geislunum gætt, er græða og lyfta og andvörpum hnekkja; við tælingum einatt er táprændum hætt, er trygginga-skilyrði »lánsins« ei þekkja. En iðja þín veit ég að enn þá er söm og áður á jarðbúa leiksviði víðu, þú losar af mannheimi klaka og kröm, þú kemur með eilífðar sólgeisla blíðu til þeirra, er sárþjáðir sitja í höm á svellköldu grjóti í ofviðri stríðu. Pú kemur með birtu á kvöldskygða strönd, þú krefur hið dána að lifa og standa; þú réttir að fallandi reyrleggjum hönd — þú reisir þá aftur með heilnæmum anda. Pú blómskrýðir einatt hin bliknuðu lönd, er bíða í frostviðjum líknandi handa. Að vitja um sjúka — þú veizt hvað það er, að verma, að gleðja, að hefja, að reisa, að gera þann sælan, er sorgina ber, að signa, að blessa, að frelsa, að leysa. — Ó, heilaga drotning, nú hneigi ég þér! ó heyr þú mig ávalt, er stormarnir geisa. Ég veit það ei gerla, hve vald þitt er hátt en voga þó orð mín að láta þig heyra; ég skynja að guð hefir gefið þér mátt og glöggsæi mikið og heyrandi eyra; og fyrir því, drotning mín, lýt ég nú lágt, — þér lýt ég — það bendir til annars og meira. Til eilífðar gæti ég unað mér hér og andvarpað — drukkið af ljósbrunni þínum, en stundin er komin, ég stend upp og fer, en stafaðu geislum að hollvinum mínum,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.