Eimreiðin - 01.05.1907, Page 50
130
IV. SENT YFIR HAFIÐ,
(Frá móður til sonar).
Á þjóðbraut lífs og dauða ég stari alla stund,
þars straumiðan er kviklát og festir aldrei blund.
Far geysist hvað á annað, og einn í valinn hmgur,
er annar fram á sviðið með gleðibrosi stígur.
Eg er sem lítill dropi í djúpi í þeim her,
þó dreg ég heitan anda og skynja hver ég er.
Mín tilfinning er hafsjór og von mín leifturlogi,
og löngun mín er boði á ölduþrungnum vogi.
Já, gegnum allar þrumur, við þúsund radda dyn
mín þráin heita leitar við trygða ljóssins skin,
því hún er ekki sveigur úr brunnu laufi bundinn,
er breyti sér í ösku, þá saman hann er undinn.
En hvort ég þá er tekin sem ein ég skilið á,
það engu verði sel ég —, en hins ég krefjast má:
að móðurtrygða blossinn, er berst við kalda steina
og blóð mitt lætur ólga, sé tekinn þó til greina.
Pú heldur máske, sonur, að þráin eftir þér
sé þreytuverkur tómur, er ellin helgar sér,
og brigðul von sé ekkert á mælikvarða mínum —
en mikil er þó villan í útreikningi þínum.
fú verður aldrei móðir, er syrgir drenginn sinn
og siglir gegnum boða með lúarún á kinn.
En hinu fylgir vissa, er trygð hins dygga tvinnar,
að tár þín runnu forðum hjá brjóstum móður þinnar.
Og við þær liðnu stundir er mörg ein minning hnýtt,
er meira hefir gildi en sumt, er heitir nýtt;
og því er nú mitt hjarta að leita þín í ljóði,
það leitar hvort það finnur ekki trygð hjá þér í sjóði.