Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 51

Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 51
i3i Eg heimta ei með valdi að heit þú efnir þitt, og heldur ekki bið ég, en það er áform mitt að minna þig á loforð, er mér við burtför gafstu, og minna þig á stundir, er upp við brjóst mér svafstu. Ég man hve oft þú sagðir: »Að svíkja gefin heit er samboðið þeim heimska, er enga stefnu veit. Hinn hygni aldrei spor sín með óþverranum atar, hann öllum lætur skiljast, að það er hann sem ratar«. Ég veit það gerla, kæri, það liggur ekki leynt, að lifandi í sundur þig partar heimur seint; og meðan það er ógert ég mæni fram að sænum, þú munt um síðir koma með vestangolu blænum. Og þegar loks þú kemur, þá veit ég vel ég finn, með viðkvæmni og tilfinningar góða drenginn minn. Og þótt þér fyndist veröldin þig hafa steytt við steina, ég strika það í burtu, það kemur ei til greina. Ég fer nú senn að hátta og hvíla lúin bein, og hjartsláttur minn kyrrist við síðsta leiðarstein. Hann brestur innan stundar, hinn brunni æfiþráður, þá bið ég einskis framar. — Ég veit þú kemur áður. HALLDÓR HELGASON. Norrænar þjóðir á víkingaöldinni og öndverðum miðöldum. Eftir háskólakennara dr. A. OLRIK. II. TRÚSAGNASKÁLDSKAPUR. Elzt allra fornaldarminninga er trúsögnin. Meðan þjóðirnar voru á bernskuskeiði skoðuðu þær hvaðeina í náttúrunni sem lif- andi verur, og hver hlutur varð gátuefni um það, til hverrar per- 9’

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.