Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Side 58

Eimreiðin - 01.05.1907, Side 58
13« vandast úrlausnin við það, að vegandinn er einn úr hóp goðanna sjálfra; goðin geta ekki komið fram hefndum, því þau eru vanda- bundin vegandanum sem samlanda og eiðbróður. Pá fer Óðinn dularklæddur á fund meyjarinnar Rindar, nær að lokum ástum hennar með töfrabrögðum, og nú fæðist sonur, sem, án þess að nokkur eiður sé rofinn, getur hefnt dauða Baldurs með því að vega Höð. í þessari mynd er frásögnin aðallega trúsögn um ráðkænsku Óðins, til að sýna, hvernig honum tekst að gera þær breytingar á afstöðu og hlutföllum, sem eru nauðsynlegar til að koma fram fyrirætlunum hans. I hinni Baldurs-sögninni eru það ekki Höður og hefndin, sem eru aðalatriðin, heldur Loki og þjáningin. Loki smíðar vopn úr Mistilteininum og fær hann í hönd Heði, sem ekki grunar neitt; og þegar öll náttúran grætur, til þess að heimta Baldur úr helju, situr Loki »með þurrum tárum« í hellinum, sá eini, sem ekkert lætur á sig fá, en lætur »Hel halda því es hefir«. Fyrir þetta sakleysi, sem er laust við víg og vammir, þessa sorg, sem er svo djúp, að engin hefnd getur upp- rætt hana, og þessa ilsku, sem er mögnuð djöfullegri kyngi, hafa frumdrættirnir í þessari Baldurs-sögn orðið alt aðrir en í hinum vanalegu baráttusögnum. Pað er því engin furða, þó þessi skáld- skapur næði svo miklum metum, jafnvel hjá kristnum Norðurlanda- búum á víkingaöldinni fyrir vestan haf, og fram á miðaldir á Is- landi og víðar. Hér birtist í fyrsta sinn framsetning á harmi og hörmungum alls heimsins, veldi ilskunnar og þjáningum goðahetj- unnar, sem hljóta að renna jafnvel steinhjörtuðum svo til rifja, að þeir geti ekki tára' bundist. Pessi Baldurs-sögn stafar ekki frá frumtíð heiðninnar, heldur er hún síðustu orð hennar, þegar farið var að þjóta í lofti af harmasöngum um Krist og pínslir hans. LOKI. Kynlegastur allra í trúsögnum vorum er Loki. Að ætla sér að vísa honum á dyr, er ekki til neins, því hann er al- staðar. En vér getum að nokkru leyti greint þau lög sögulega hvert frá öðru, sem trúsagnirnar um hann hafa hlaðið hverju ofan á annað. Sem förunautur Pórs er Loki æfagamall, því í öllum trúsögnum í Norður-Evrópu hefir þrumuguðinn slíkan ungan föru- naut, skósvein og boðbera, sem ýmist kemur fram sem bragða- refur í baráttunni við tröllin, eða verður undir í viðureigninni við jötnana, svo að hinn þrúðefldi guð verður að bjarga honum; og þetta eru sömu trúsagnaefnin og hin norrænu: jötnaróðurinn og hamarsheimtin. Af sömu gerð eru þær trúsagnirnar, þar sem

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.