Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 59

Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 59
139 Loki er förunautur Óðins, ætíð framtakssamur, sem ýmist sigrar með brögðum sínum, eða lendir í klónum á tröllunum fyrir óvar- kárni sína. En eðli Loka birtist líka í öðrum myndum, sem virð- ast sýna alt annað. Hann liggur bundinn í hellinum og eitrið úr úr orminum drýpur í andlit honum, hann kippist svo hart við, að jörð öll skelfur, og hann á síðar meir að losna og berjast gegn goðunum við ragnarök. Ljóðsögulega á þetta ekki svo mjög skylt við Lúcífer kristinna manna sem við sagnirnar frá Kákasus um risahetjuna inniluktu í Elbrusfjalli, fjötra hans, pínslir og hvernig hann losnar og geysist fram við heimsslitin. En að þessar hugmyndir hafa getað runnið saman og myndað heild, kemur líklega til af því, að norrænu trúsagnirnar hafa sjálfar raskast og efni þeirra tekið ýmsum stakkaskiftum. PERSÓNUEINKENNI. fað leynir sér ekki, að eitthvað nýtt er að brjótast út í trúsagnaskáldskapnum norræna: löngun til aö láta einkenni hinna einstöku goða koma skýrt fram, láta guð- dómsaflið verða sem berast og loks — þó í minna mæli sé — að hreinsa goðin í siðlegum efnum. Sigurvinningar þrumuguðsins hverfa í fjarska, þótt hin ljóðsögulegu yrkisefni sýni, hve mikið hefir að þeim kveðið áður í fyrndinni; í jötnaróðrinum t. d. ber ekki framar á bragðkænsku Pórs, heldur er óll áherzlan lögð á að lýsa afli hans; eins er í hamarsheimtinni, að þar er allri bragð- kænskunni varpað yfir á förunaut lians Loka. Pegar svo er komið, verður skuldin fyrir öll óhöpp og óviðbúnar árásir, sem Æsir verða fyrir, að skella á Loka; hann verður að þoka um set niður af goðastallinum og er nú sagður kominn af jötnum; en í árdaga hafa þeir, hann og Óðinn, blandað blóði saman, að því er sagt er. GOÐIN í EDDUKVÆÐUNUM. Á víkingaöldinni verður á Norðurlöndum umrót og breyting á andlegu verðmæti. Pá eru tvær ólíkar andastefnur hvor annarri samfara. I goðasögunum í Snorra-Eddu og hinum dýrkveðnu drápum skáldanna, sem ekki hugsa um annað, en að segja frá algengu efni í glæsilegum búningi, sjáum vér hinar einfeldnislegu trúsagnir með öllum sínum æfintýrabrag, hamskifti goða í dýrahami o. s. frv. En í Eddu- kvæðunum (í Sæmundar-Eddu) sjáum vér aftur goðakvæði, sem eru fullkomin skáldverk, þar sem menn með andlegum þroslca hafa sett mót sitt á trúsagnirnar. Pó ekki væri annað, en að hamskifti goða í dýrahami koma þar ekki fyrir (þeim slept eða þau ekki nefnd), þá er slíkt harla einkennilegt. Par er ekki verið

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.