Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 60

Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 60
140 að fást við Óðín fljúgandi í arnarham inn um Hnitbjargagjána, eða smjúgandi í ormsham inn til skáldamjaðarins; heldur kemur hann sem kænn stjórnvitringur og bragðarefur: hættir sér inn í sali Suttungs og biður dóttur hans, heldur brúðkaup sitt með jötnum, og sleppur svo burt sjálfa brúðkaupsnóttina með aðstoð Gunnlaðar, sem ann honum af heilum hug. En daginn eftir fara jötnar til og spyrja um hinn horfna gest, hvort hann hafi komist lífs heim til goðanna, eða Suttungur hafi máske stútað honum. Pá hrósar Óðinn happi: hann hafi svikið Suttung og skilið honum eftir dóttur sína grátþrungna, en skáldamjöðinn hafi hann sótt upp úr hamradjúpinu til gagns og góða fyrir goð og menn. R i t s j á. GUÐM. HANNESSON: í AFTURELDING. Akureyri 1906. Bæklingur þessi er tileinkaður æskulýðnum íslenzka, enda er hann góð hugvekja fyrir hann. En hann á líka fullkomið erindi til hinna eldri, sem nútíðarábyrgðin hvílir á herðum og einmitt nú eiga að ráða fram úr vandasömum örlagaspurningum fyrir komandi kynslóðir. Því hvort sem menn geta orðið höf. sammála eða ekki um niðurstöðu hans í öllum greinum, þá mun enginn geta neitað, að hér er brugðið upp björtum kyndli, sem ljómar eins og viti í allri stjórnmálaþokunni og tvíveðrungs- mollunni, sem sumir þjóðmálagarparnir í höfuðstaðnum eru að reyna að dreifa út yfir landið. Guðm. Hannesson hefir réttilega séð, að hún er stórhættuleg, dalalæðan, sem nú er á ferðinni, og getur gert margan góðan dreng áttaviltan, ef hvergi sést ljós í glugga, er nota megi sem leiðarstjörnu; hvort sem menn nú vilja stefna beint á þann staðinn, sem ljósið segir til, eða fara dálítið á svig við hann í sömu áttina. Slíku ljósi hefir höf. viljað bregða upp og honum hefir líka tekist það meist- aralega. Því framsetning hans á sjálfstæðiskröfum vorum og hvernig þeim megi framgengt verða er svo skýr og greinileg, svo djarfmannleg og þrungin af fölskvalausri ættjarðarást, að hún getur sannlega orðið heillaríkt leiðarljós. Þetta hafa þokupaurarnir Iíka fundið, því blöð þeirra hafa eins og heitan eldinn forðast að minnast á bækling hans, ef ske kynni að lesendur þeirra kæmu þá síður auga á ljósið og viltust svo í þokunni. En óvíst er að þeim verði þó kápan úr því klæðinu, því aðrir þevta þá lúðurinn því öflugar í þeirra stað, Frá efninu í bækling Guðm. Hannessonar hefir verið skýrt svo víða í blöðum, að vér álítum óþarft að rekja það hér. Stutt yfirlit gæti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.