Eimreiðin - 01.05.1907, Page 62
142
aðeins, eins og Miillenhoff komst að orði, stórkostlegasta kvæði Norður-
landa fram á þennan dag, heldur er hún listaverk, sem sem í sinni röð
aldrei hefir átt sinn líka, hvað þá heldur að nokkuð hafi tekið henni
fram. Ekkert slíkt kvæði hefir hingað til birst í heiminum«.
Að því er útgáfuna sjálfa snertir, þá er henni í vorum augum tals-
vert ábótavant, þegar miðað er við, hverjum hún er ætluð. Þetta á þó
ekki við texta kvæðanna, heldur skýringarnar, sem þeim fylgja. í'ær
eru allsendis ónógar fyrir íslenzka alþýðu, og hefðu þurft að vera á alt
annan veg. Það eru eintómar orðaskýringar, og þær sumar harla vafa-
samar, en mýmargar alveg óþarfar, því oft er þar verið að skýra orð,
sem hvert mannsbarn á íslandi skilur. En það, sem mest á reið og
mest var þörfin á, það vantar í skýringarnar. En það er stuttar skýr-
ingar á efni og hugmyndum kvæðanna og samanburði og tilvísunum milli
þeirra innbyrðis, líkt og gert er í nýnorsku þýðingunni af þeim: »Edda-
Kvæde« eftir Ivar Mortensson, sem einmitt kom út samtímis. Slíkar
skýringar gætu orðið íslenzkum lesendum að miklu liði og viljum vér
því ráða mönnum til að fá sér norsku þýðinguna til hliðsjónar og fróð-
leiksauka. V. G.
BENEDIKT GRÖNDAL ÁTTRÆÐUR 1826—1906 og BENEDIKT
GRÖNDAL: ÖRVAR-ODDS DRÁPA. Önnur prentun. Rvík 1906.
Það var kominn tími til að íslendingar sýndu skáldinu, ritsnillingnum,
listamanninum, fjölfróðasta og ijölhæfasta íslendingi, sem nú er uppi, ein-
hvern stakan heiður; en þeir hefðu átt að gera það löngu fyr. Að fá
lof og dýrð frá þjóð sinni er mikill stuðningur fyrir rithöfund á bezta
skeiði. Það örvar hann til að yrkja og rita betur. Auðvitað gott að fá
slíkt á æfikvöldinu, en margfalt betra hefði það verið fyrir þjóðina og
fyrir manninn, að fá það áður sólin fór að hníga á lofti. Það er sómi
fyrir þjóðina sjálfa að sæma slíka menn, og það er gagn að því fyrir
hana og fyrir þá.
Oft hef ég heyrt bændur á Snæfellsnesi vera að kveða Örvar-Odds-
drápu fyrir munni sér á leiðinni um Berserkjahraun. Þeir kunnu langa
kafla úr henni, og vitnuðu í hana á mannfundum eins og Eglu og Njálu.
Er tvísýnt, hvort Heljarslóðarorusta er í meira uppáhaldi upp til sveita
en Örvar-Ódds drápa. Þjóðin getur ekki sýnt neinu skáldi meiri sóma,
en að lesa það og kunna það utanbókar. En listamanninum, sem hefur
varið mörgum æfiárum til að teikna »Dýraríki íslands«, hefur hún ekki
gert hátt undir höfði. Fjárveitingar þingsins til handa honum hafa bæðt
verið litlar og lúalegar. Ekki hefði Gröndal veitt erfitt að fella þing-
mennina með Gusisnautum, en hann hefur gefið þeim grið.
Hér er ekki tækifæri til að lýsa hinum mörgu hliðum á skáldgáftt
Gröndals. Þegar íslendingur vill reyna að færa útlendingi heim sanninn
um hljómfegurð íslenzkunnar, þá velur hann kvæðið »Köld ertu móður-
mold«. ÍÞegar íslendingur vill sýna, hve fyndinn maður geti verið á.
íslenzku, þá fer hann í Gröndal. Og sami maðurinn er vísindamaður.
Hann hefur ritað djúphugsað um heimspeki í bundnu og óbundnu máli.
Náttúrulýsingar hans eru mikilfenglegar og stórkostlegar, hugmyndaflugið
svo ótt og hátt, að lesendurnir eiga stundum óhægt með að fylgjast með.
Þá ber að þeim bakkanum, sem flestir þeirra, er bera höfuð hærra en,