Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 64
144
við kenning kirkjunnar sjálfrar. Hvert »kver« verður að flytja skoðun
kirkju sinnar, en eigi aðeins skoðun einstakra manna. í þessu kveri
séra Valdimars Briems er einstaka trúaratriði slept, sem kirkjan á íslandi
leggur áherslu á. Nefna mætti ýmislegt fleira, sem gengur í sömu átt.
Þessu gæti höf. auðvitað breytt, ef hann vildi láta löggilda kverið í
ríkiskirkjunni á íslandi. En varla verður þó ijóðakver þetta góð kenslu-
bók, þegar á alt er litið.
En á hinn bóginn á höf. þakkir skilið fyrir þessi kristilegu fræðiljóð
sín. Bæði ungir og gamlir menn læra þau að meira eða minna leyti, þó
þau ef til vill verði aldrei löggild kenslubók í kristnum fræðum.
Búningur ljóðanna (rímið) er fagur, léttur og lipur, eins og búast
má við hjá öðru eins listaskáldi og séra Valdimar Briem er.
Allur ytri frágangur kversins er í bezta lagi. H. P.
R. A. TORREY: KRISTUR, BIBLÍAN OG VANTRÚIN. Þýtt úr
ensku. Útgefandi Arthur Gook, trúboði. Akureyri 1906.
Bók þessi er tíu fyrirlestrar og efni hennar er trúvörn. Höf. er
alkunnur mælskumaður og mesti trúmaður. Að efni til er bókin í þremur
köflum.
í fyrsta kaflanum (bls. 9—61) færir höf. tíu ástæður fyrir því,
»að hann trúi að ritningin sé orð guðs«. Fyrsta ástæðan er vitnisburður
Jesú Krists um ritninguna. Síðan tekur hann fram aðrar ástæður og að
síðustu talar hann um vitnisburð heilags anda. Ástæður þessar hafa mis-
munandi sönnunargildi. En vitnisburður Jesú Krists um gamla testamentið
er auðvitað þýðingarmikill fyrir alla, sem trúa á guðdóm hans.
í öðrum kaflanum (bls. 62—103) talar höf. um upprisuna. Hann
sýnir fram á, að frásagnir guðspjallamanna um upprisu Jesú Krists séu
í alla staði áreiðanlegar. í þessum kafla er margt mjög vel sagt.
Síðasti kaflinn (bls. 104—126) er um vantrúna: Orsakir hennar,
afleiðingar og lækning. í þessum kafla er farið of fljótt yfir sögu.
Hann er og að ýmsu öðru leyti lakari en fyrri kaflarnir.
Verð bókar þessarar er afarlágt, aðeins 25 aurar. Hún er í alla
staði þess verð, að alþýða manna kaupi hana og lesi.
Bæði þýðingin og ytri frágangur bókarinnar er í allgóðu lagi.
H. P.
NYTT KIRKJUBLAÐ. hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristilega
menning. Ritstjórar: Jón Helgason. Þórhallur Bjarnarson. I. árg.
Rvík 1906.
f’essi árgangur er 24 tölublöð (284 blaðsíður) að stærð. Efni hans
er allmargbreytt: Allar tegundir kirkjumála, trúvörn, mannúðarmál, al-
þýðumentun, ljóðmæli, ritdómar, kirkjufréttir o. s. frv. Flest af því, sem
í blaðinu stendur, er eftir ritstjórana sjálfa, en lítið eftir aðra íslenzka
höfunda. Dálítið er þýtt úr öðrum málum. Allur ytri frágangur blaðsins
er mjög vandaður, að því er prentun og pappír snertir. Á einstaka stað
er málinu ofurlítið ábótavant. En hvergi eru þó mikil brögð að því.
»Nýtt kirkjublað« er beint framhald »Kirkjublaðsins« og »Verði
ljóss«, bæði að því er ytri búning og tilbreytni efnisins snertir. Mun-
urinn er aðeins fólginn í því, að nú vinna báðir ritstjórarnir I einingu