Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 67

Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 67
M7 mikið. Alt er undir því komið, hvernig ofið er utan um hana eða hún útfylt með holdi og blóði. Og í því efni verður ekki annað sagt, en að höf. hafi yfirleitt vel tekist. f’ótt sumt gæti máske verið með meiri líkindum, er þó naumast unt að kalla neitt af því, sem frá er sagt, fjar- stæðu. Kosti hefir og sagan mikla. í mörgum lýsingum eru verulega skáldleg tilþrif, og djúpskygni inn í sálarlíf manna svo mikil, að auðsætt er, að höf. hefir bæði glögt auga og lag á að setja það fram, sem hann sér. í>á er og stíllinn látlaus og málið allgott. Því þó að einstöku orð og setningar hrjóti þar með, sem sumir mundu ekki kalla hreina ís- lenzku, þá er bæði, að slíkt er ekki svo mjög tiltökumál hjá ungum og lítt æfðum höfundi, enda verður stundum tæplega hjá slíku komist í sam- tölum í sögu, ef orðtökin eiga að verða vel náttúrleg, alveg eins og títt er að tala í daglegu máli. Því verður sem sé trauðla neitað, að í dag- legu tali eru alment notuð mörg orð og orðtök, sem ekki eiga óðalsrétt í íslenzkri tungu. En auðvitað færi bezt á, að forðast þau sem mest og útrýma þeim. Jón Trausti hefir með þessari sögu helgað sér sæti meðal íslenzkra sagnaskálda. Og takist honum með vaxandi þroska að láta þær vonir rætast, sem hann hefir vakið með henni, þá er óvíst, að hann verði svo neðarlega í röðinni. V. G. Z. TOPELIUS: SÖGUR HERLÆKNISINS. III. Isaf. 1906. í þessu bindi segir frá herkonunginum mikla, Karli tólfta og köppum hans. En meginið af frásögninni er þó um Finnland og hernám þess af hendi Rússa. Er það hörmungasaga mikil og með blóði rituð, en yfir öllum hörmungunum skín sól frægðar og föðurlandsástar hátt á lofti og varpar dásamlegum ægiljóma gegnum hin blóðþrungnu dreyraský. Er sannarlega holt fyrir íslenzkan æskulýð að lesa um allan þann dug og drengskap, og þá óbilandi ættjarðarást, sem þar kemur fram bæði hjá ungum og gömlum, háum sem lágum. Þar er enginn tvískinnungur eða tvíveðrungur, ekkert tvístígandi undanhald fyrir útlendum goluþyt, engar »spekúlerandi kramarasálir«, og geta ýmsir eldri íslendingar að því leyti mikið lært af bókinni einmitt um þessar mundir. Þar við bætist, að lýs- ingin er svo snildarleg og sagnavefurinn allur svo haglega saman slung- inn og fagurlega brögðum settur, að nautnin við lesturinn verður frábær- lega mikil. Vér viljum því ráða öllum löndum vorum lil að kaupa og lesa þessar ljómandi sögur öllum öðrum fremur, því af þeim munu menn hafa bæði gagn og gaman. V. G. SVEINBJÖRN Á. EGILSSON: LEIÐARVÍSIR í SJÓMENSKU. Rvík 1906. Þetta er sjálfsagt þörf bók og má vel vera að reglur þær og leið- beiningar, sem hún hefir inni að halda, séu ágætar. Um það getum vér ekkert dæmt, því til þess brestur oss alla þekkingu. Víst er um það, að tilgangurinn er góður, og höf. er bæði svo reyndur sjómaður og hefir haft svo góð rit útlend við að styðjast, að óhætt mun að treysta leiðbeiningum hans. En það er annað, sem er afarathugavert við þessa bók, og það er málið á henni. Pví annað eins afskræmismál höfum vér aidrei séð í 10’
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.