Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Side 69

Eimreiðin - 01.05.1907, Side 69
149 til þess að læsa hann við keng á bómuendanum, eða bý til stopper-\mút á endann; sex fet eru vanalega klædd á skinklunum til hlífðar gegn nuggi við bómuna og eins í klóða-augunum, eða í rifkósinni«. Svona er hún þá orðin tungan hjá niðjum hinna fornu víkinga og frægu siglingamanna. Hvernig skyldi þeim smakkast þetta, ef þeir mættu nú bregða sér upp úr gröf sinni og eiga tal við íslenzku sjómennina? Ætli samtalið fær ekki fljótt út um þúfur, af því að hvorugir skildu aðra? Og svo verður oss að spyrja: hvar læra sjómennirnir okkar þetta mál? Í>ví ekki kunna þeir það áður en þeir fara að fást við sjómenskuna. Það liggur því næst að ætla, að það sé Stýrimannaskólinn, sem kenni þeim það. En ef svo er, þá þarf að taka hér duglega í taumana, því það á sannarlega ekki við, að landssjóðsstofnun hafi það hlutverk með höndum að afskræma tungu vora. Skólinn á miklu fremur að skoða það sem hlutverk sitt og skyldu, að bæta mál nemenda sinna og útrýma þeim útlendu orðskrípum, sem kunna að hafa slæðst inn í sjómannamál vort, meðan engin kenslustofnun var til í landinu í þessum fræðum. Og þetta ætti ekki að vera svo fjarskalega örðugt, því siglingamálið forna er svo afarauðugt að orðum, að þar má sjálfsagt finna íslenzk nöfn á flestu eða öllu, sem þörf er á. En það, sem á kynni að vanta, má bæta upp með myndun nýrra orða, er styddust við fornmálið. Getur verið, að kennar- arnir við Stýrimannaskólann hafi ekki þá málfræðisþekkingu, að þeir séu færir am þetta sjálfir; en þeir verða þá að leita sér aðstoðar annarra fróðari manna; og ef ekki vill betur til, verður landsstjórnin að sjá þeim fyrir slíkri aðstoð. En svo búið má þetta ekki standa, því það er bæði til skaða og skammar fyrir tungu vora og þjóðerni. V. G. ALMANAK 1907. XIII. ár. (Ó. S. Thorgeirsson). Winnipeg 1906. í þessum árg. Almanaksins er æfisaga Sigtryggs Jónassonar, eins af mestu dugnaðarmönnum og forkólfum Vestur-íslendinga, eftir séra F J. Bergmann, lýsing á Edison, æfi hans og uppgötvanir, eftir Sigtr. Jón- asson, æfintýri (kafli úr lengri sögu) eftir J. Magnús Bjarnason, framhald á safni til landnámssögu íslendinga í Vesturheimi og ýmislegt fleira. Æfisögunum fylgja myndir og auk þess er þar góð mynd af höggmynd, er Einar Jónsson hefir gert af Snorra Sturlusyni. Frágangurinn er, eins og vant er, hinn prýðilegasti, bæði að efni og búningi. V. G. þORRABLÓT VESTUR-ÍSLENDINGA. Öskudaginn 13. febr. 1907. Þau 3 kvæði, sem sungin voru við samsæti þetta, hafa verið send Eimr. í sérstöku hefti, sem ber einkunnarorðin: »íslendingar viljum vér allir vera«. Þau eru lagleg, en ekki neitt framúrskarandi. í »Minni Is- lands (eftir H. S. Blöndal) er meðal annars þetta erindi: í>ótt háreysti stundum vér heyrum þér frá, er hamast þar synirnir ritvöllum á, slíkt eru’ aðeins fjörspor, því fyrstur vill hver í framsókn þar verða til hagsældar þér. V. G.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.