Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Page 73

Eimreiðin - 01.05.1907, Page 73
153 reyndar sé maðurinn höfuð konunnar, en konan sé hálsinn, sem snúi höfðinu. í*ótt þetta sé oftast mælt í gamni, þá mun þó reynslan sýna, að slíkt á sér ósjaldan stað, og getur líka oft orðið að happi og vel á farið, þar sem konan heíir andlega yfir- burði yfir manninn. Áhrif konunnar geta því verið býsna mikil, ef hún beitir þeim, ekki aðeins í heimilislífinu, heldur líka í þjóð- félagslífinu. Hún getur átt svo mikinn þátt í að mynda andlega loftið, hugmóðinn, skaplýzkuna, tilfinninguna, »kyrláta valdið«, sem Monrad biskup kallaði svo, sem ef til vill er öflugast allra, ef í það fer. Petta sáu konurnar í Finnlandi og létu sér að kenningu verða. Par stóð fyrir skömmu mjög líkt á og nú hjá oss. Pjóðin átti í harðri sjálfstæðisbaráttu gegn útlendu valdi, miklu öflugra valdi, en vér eigum við að etja. Og í þeirri baráttu gengu konurnar finsku svo einbeitt og öfluglega fram, að þegar sigurinn var unninn, álitu allir sjálfsagt að veita þeim bæði kosningarrétt og kjörgengi í viðurkenningarskyni fyrir áhuga þann og eldfjör, sem þær höfðu sýnt. Og þær sýndu líka, að þær kunnu að nota kosningarréttinn, er þær höfðu fengið hann. Því nú eiga 19 konur sæti á þingi Finna — fyrstu kvenþingmennirnir í Norðurálfunni. Skyldi það nú vera nokkurt óráð fyrir íslenzku konurnar að fara að dæmi finsku kvennanna? Skyldi ekki sú leiðin reynast nokkru sigurvænlegri, heldur en sú, að halda sér fyrir utan bar- áttuna og vilja með engum vera? I sjálfstæðisbaráttu vorri verður naumast nema um tvent að velja: innlimun eða fult sjálfstæði. Hvorum megin vilja ís- lenzku konurnar skipa sér? Undir úrlausn þeirrar spurningar getur það verið komið, hvort þær muni fá kröfum sínum framgengt eða ekki. Pví hver svo sem úrslit sjálfstæðisbaráttu vorrar verða, þá hlýtur þeim að verða samfara breyting á stjórnarskrá vorri. Og þá er einmitt tækifæri til að bæta úr misrétti kvenþjóðarinnar. Hvernig innlimunarmennirnir mundu snúast við réttarkröfum hennar, ef þeir yrðu ofan á, er harla óvíst. En erfitt er að hugsa sér, að sjálfstæðismennirnir yrðu þeim mótfallnir, ef þeir bæru sigurinn úr býtum. Pví þeir mundu sjá í hendi sér, að sjálfstæði þjóðarinnar hlýtur að grundvallast á sjálfstæði einstaklinganna. En mikils væri í fátt með sjálfstæði einstaklinganna, ef meira en helmingur lands- búa (kvenþjóðin) stæði réttlaus í landsmálum. Pað eina, sem réttlætt gæti aðra afstöðu gegn kröfum kvenna

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.