Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 74
154
hjá sjálfstæðismönnunum, væri það, að þær hefðu með fullkomnu
áhugaleysi um örlög þjóðarinnar sýnt og sannað, að þær væru
þess ekki verðar að fá pólitisk réttindi. Pví slíkra réttinda er
enginn sá verður, sem ekki sýnir neinn áhuga á landsmálum, og
á það ekki fremur við konurnar en þá karlmenn, sem enn hafa
ekki fengið kosningarrétt sökum takmörkunar hans — og náttúr-
lega suma þeirra líka, sem þegar hafa fengið þennan rétt.
I þeirri sjálfstæðisbaráttu Islendinga, sem nú stendur fyrir
dyrum, kemur eldri flokkaskipun vonandi ekki til greina. I henni
standa annaðhvort allir íslendingar. einhuga, eða skiftast í sjálf-
stæðismenn og innlimunarmenn. Hvort heldur, verður reynslan
að sýna. En fari svo, að menn skiftist, hvar ætlar þá kvenþjóðin
að skipa sér? Ætlar hún að verða með sjálfstæði eða innlimun
— eða aðeins að »fljóta sofandi að feigðarósi«? Svarið er góður
prófsteinn.
V. G.
íslenzk hringsjá.
R. HAMMER: STATIONSSKIBENES TILSYN MED FISKERIERNE UNDER
ISLAND og Færoerne. Udgivet af Marineministeriet. Khöfn 1906.
Þessi skýrsla um fiskiveiðar við ísland er mjög fróðleg. Segir fyrst frá opnum
bátum. Átti ísland um 70 mótorbáta árið 1905. Síðan er sagt frá, hvernig Norð-
menn fara kringum lögin fyrir norðan og austan og borga einstökum mönnum fé
fyrir að þykjast vera eigendur að síldarnótum þeirra. Er prentað sýnishorn af norsk-
íslenzku kaupbréfi, sem ekki verður haft á. En nú er farið að veiða síldina í rúm-
sjó, og þá þarf síður að beita refjum.
Danir frá Friðrikshöfn eru nú hættir að veiða kola við ísland, en maður frá
Skagen hefur þó í nokkur ár fiskað kola, á mótorbáti, á Önundarfirði, á sumrin.
Sumarið 1905 fékk hann 53,600 kola á 87 dögum og var ágóðinn, að frádregnum
kostnaði, um 1700 kr.
Árið 1903 voru 12 hvalveiðastöðvar á íslandi, og 36 hvalveiðaskip veiddu 1351
hvali. Með skipunum eru ekki talin 8 gufuskip, sem eru höfð til að draga hvalina
að hvalveiðastöðinni. Hvalirnir voru frá 7000 til 500 króna virði, hver um sig. Á
Fáskrúðsfirði er þýzk hvalveiðastöð, og verður yfirmaður hennar — sem er íslenzkur
borgari — að kaupa hvalina af hinum 2 hvalveiðaskipum, sem eiga þar heima, því
þau hafa þýzkt flagg, en öll önnur hvalveiðaskip danskt.
Árið 1905 voru um 180 frönsk seglskip á fiskiveiðum við ísland og voru 20 til
25 manns á hverju skipi. Flest þeirra, nl. 74 árið 1902, voru frá Dunkerque (Dún-