Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 77

Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 77
157 farast þessum höf. þó svo orð, að rannsóknir hinna þýzku höfunda sé skarplegar og nákvæmar, og-sýni að Njála hafi verið óvenjulega afbökuð í meðferðinni og sé því að svo miklu leyti óáreiðanleg. í*ar á móti telur hann þá hluta Njálu mikils- virði fyrir réttarsöguna, sem eigi hafa afbakast í meðförunum (V. Finsen, Udkast til isl. Retshistorie I, bls. 149). Nú hefur Finnur Jónsson, háskólakennari í Kaupm.höfn, ritað um Njálu, auk þess sem stendur í Bókmentasögu hans, í »Aarb. for nord. Old- kyndighed og Historie« 1904. Ritgjörðin er aðallega skrifuð til þess að hrekja rit- gjörð þeirra Lehmanns og Carolsfelds. Heldur F. J. því fram, að flest af því, sem stendur í Njálu um réttarreglar sögualdarinnar, sé eða geti verið rétt, að það geti annaðhvort með öllu samrýmst Grágás eða þá geti verið eldri réttur, Það yrði of- langt mál, að fara hér út í einstök atriði, en þess skal einungis getið, að F. J. virð- ist í öllum aðalatriðum færa betri líkur fyrir sínu máli. Að vísu hefur Lehmann ritað svar gegn ritgjörð F. J. í »Tidskr. for Retsvidenskab« 1905 og reynt að hrekja hana, án þess þó, að röksemdir hans séu mjög sannfærandi. Báðir þessir höfundar eru talsvert bituryrtir hvor í annars garð, og þó einkum Lehmann í grein sinni í »Tidskr. f. Retsvidenskab«. Annar kafli ritgjörðar þeirra Lehmanns og Carolsfelds er um handritin, sam- steypu fleiri sagna í eina sögu og vísurnar, staðháttu o. s. frv. Tekur F. J. þann kaflann í byrjun ritgjörðar sinnar í »Aarboger«. Eru hinir þýzku höfundar og F. J. sammála um það, að fleiri söguui sé saman steypt í eina, svo sem Gunnarssaga og Njálssaga, þátturinn um kristnitökuna og sagan um Víga-Hrapp og Brjánsbardaga. F. J. sýnir fram á, að sagan lýsi staðháttunum rétt og nákvæmlega. Vísurnar eru margar, eftir skoðun F. J., »óegta«, og ræður hann það einkum af málinu á þeim. Eru vísindamenn vorra tíma yfirleitt ósparir að telja hitt og þetta »Interpolationir« (innskot) í fornsögum vorum og fornum skáldskap, og mætti margt um þetta segja, en hér er hvorki staður til þess né rúm. E. A. SAGA-BOOK OF THE VIKING CLUB. London 1906. Svo kallast árbók félags eins í Lundúnum, sem hefir fyrir markmið að halda uppi rannsóknum á fornum fræðum, einkum norrænum og fornenskum. Hafa ýmsar allfróðlegar ritgerðir birzt í hinum fyrri árbókum félagsins og svo er enn í þessum 10. árg. þeirra. 1?ar er t. d. fróðleg ritgerð eftir dr. Jón Stefánsson um elztu skrá yfir norræn nöfn, sem fundist hefir á Englandi, í guðspjallahandriti á skinni, sem nú er geymt í bókasafninu í York (Jórvík), og er handritið frá miðri 10. öld. Þar er og ritgerð um Danavirki eftir danskan fornfræðing Hans Kjær, um hauglagning í skip- um eftir norskan fornfræðing Haakon Schetelig og ritgerð um íslenzkar kirkjur eftir frú Disney Leith (með mörgum myndum). Er lýsing hennar bæði lagleg og hugðnæm, en fyrir íslenzk augu er það óviðkunnanlegt, að sjá Jón Arason þar kall- uðan »Jón Arason«, af því að merkingin í orðinu »ári« (diabolus) getur nú aldrei smakkast mönnum eins vel eins og í orðinu »ari« (aquila). Loks er þar enn rit- dómur um »Origines Islandicae« eftir meistara Eirík Magnússon, og telur hann upp sæg af þýðingarvillum í því riti; verður ekki á móti mælt, að hann fari þar með rétt mál, og er þó harla undarlegt, því engum dettur í hug að Guðbrandur Vigfússon hafi ekki skilið frumtextann. V. G VÖLVAN heitir ný smásaga eftir séra Jón Sveinsson, sem hann hefir birt í tímaritinu »Varden« (1. marz 1907). Er hún bernskuminning frá æskudögum hans, á íslandi og segir frá gamalli konu, sem kemur á heimilið og segir sögur. Og því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.