Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 78

Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 78
15« næst kemur ein af sögum hennar, en hún fer fram í útlöndum og á ekkert skylt við ísland. Frásögn séra Jóns er einkar hugðnæm, einkum fyrir börn og unglinga. V. G. UM BEN. GRÖNDAL hefir stjórnarráð J. C. Poestion ritað allanga grein í »Neue Hamburger Zeitung« (5. jan. 1907), og fléttað þar skáldajöfrinum áttræða fagran afmælissveig. Fylgir þar sem sýnishorn af skáldskap Gröndals góð þýðing á kvæðinu »Brísingamen«. V G. UM »EISLANDBLÚTEN«, þýðingasafn J. C. Poestions á íslenzkum kvæðum hefir háskólakennnri dr. Aug. Gebhardt ritað í »Suddeutsdie Monatschrift« (nóv. 1906) og lýkur hann þar lofsorði á þýðingarnar. Kveðst hann hafa borið þær saman við frumkvæðin og enga villu fundið, en um orðaval og setningar geti ávalt verið skiftar skoðanir og fari slíkt eftir smekk manna. V. G. UM FISKIVEIÐAR VIÐ ÍSLAND og eltingaleik við botnvörpunga hefir höfuðs- maður C. G. Schack skrifað skemtilega og fróðlega grein (með myndum) í »Gads danske Magasin« (okt. 1906 og jan. 1907). Hvetur hann til samvinnu milli Dana og íslendinga til að notfæra sér betur fiskiveiðarnar og vill að Danir leggi fram fé til þess, að slíkt geti orðið. Ennfremur ræður hann til að breyta fiskiveiðalöggjöfinni íslenzku, svo að hún verði hagkvæmari fyrir íslendinga sjálfa, og loks krefst hann þess, að strandgæzlan sé gerð öflugri, svo að engin bersýnileg lögbrot geti átt sér stað. V. G. UM ISLAND hefir dr. H. Pudor skrifað grein í »Illustrirte Zeitung« 22. nóv. 1906, og eru þar 15 stórar og vel gerðar myndir frá íslandi. Hann lofar mjög náttúrufegurð landsins, en gerir nokkuð mikið úr, hve ferðin þangað sé hættuleg, og þykir fylgdarmönnum ferðamanna mjög ábótavant, enda virðast aðfinslur hans í því efni ekki ástæðulausar. Af villum skal hér aðeins nefnt, að hann segir, að stúlk- urnar láti skína í hvíta skyrtuna gegnum peysubarmsopið (heldur að hvíta brjóstið sé skyrtan), og að sannreynt sé, að varla líði svo nokkurt ár, að ekki farist eitthvert af skipum Sameinaða eimskipafélagsins við ísland! Annars er greinin heldur lagleg, þó fremur lítið sé á henni að græða. En vísast er þó að hún geti stutt að því að teygja ferðamenn til íslands. V. G. A. C. EVENSEN: STAVNINGARBÓK. í varðveitslu hjá Gyldendalske Bog- handel. Keypmannahavn 1907. Færeyskan hefir lengstum eingöngu verið alþýðumál, en í bókmentum, skóla og kirkju hefir danskan verið allsherjarmál Færeyinga. En nú eru þeir hættir að una því, að tunga þeirra sé skoðuð sem niðursetningur úti í horni, og vinna nú sem öflugast að því að hefja hana til vegs og valda sem þjóðtungu sína. Og einn af hinum ötulustu brautryðjendum hennar er einmitt séra Evensen, sem samið hefir staf- rófskver þetta — fyrsta færeyska stafrófskverið. Það er heldur engin skömm að því, kverinu því, því mörg stærri þjóð mætti þakka fyrir að eiga eins laglegt stafrófskver og heppilega fyrir komið, bæði að því er snertir niðurröðun og val á orðum og efni til æfinga og myndum til skýringar og skilningsauka; en þær eru fjöldamargar £ kverinu. Ein barnavísan í kverinu hljóðar svo:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.