Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 80

Eimreiðin - 01.05.1907, Síða 80
i6o uðum, þar sem þeir búa einir sér, eru þeir smámsaman að líkjast öðrum landsbúum meir og meir. í »Pall Mall Gazette« í Lundúnum stóð 30. nóv. 1906 grein um fánamálið ís- lenzka. í »Berliner Tageblatt« (2. sept. 1906) er grein um Danmörku og »hjálendur« hennar, og segir í henni, að hættulegt geti verið fyrir Dani að neita kröfum ís- lendinga. í »Hamburger Nachrichten« (ág. 1906) eru greinar um íslandsför eimskipsins »Oceana«. Segir höf., að margir Reykvíkingar tali þýzku, þó þeir beri hana illa fram. Kvenfólkið sé forkunnar frítt, með ljómandi augu, og syngi mjög vel. Eink- um þótti honum mikið varið í »Ólafur liljurós« (Ólafur reið með björgum fram). y. st. Sextánmælt. I. HRET. Hretin dynja. Húsin stynja. Hylur mjöllin allan völlinn. Stormsins hljómar hási rómur. Hvítnar gler af daggar frera. Himinn bláan hylja gráir hríðarblakkir kólgubakkar. Fuglar smáir finna' ei stráin. Feigðar-vottúr kalt við glottir. II. BLÍÐA. Kemur sumar, kætast gumar. Klakaólar slítur sólin. Vermist mundin. Vaknar lundin. Vonist fæðist. Tápið glæðist. Kyrrist lögur. Kvæði fögur kvaka þrestir, vorsins gestir. Lifnar hjörðin. Litka börðin laufin smáu og blómin gljáu. XIII.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.