Eimreiðin - 01.05.1917, Page 17
77
berkill og fóna). Eða mundi ekki íslenzkum ferhendum hafa
verið söknuður í því, ef orðinu prestur, sem smellur svo vel við
mörg alíslenzk orð, hefði ekki verið viðtaka veitt, en í stað þess
sett t. d. kennimaður? Eó að íslenzkan sé stofnauðugt mál og (ekki
sízt vegna hljóðvarpsins) vel fallin til orðmyndana, þá verður því
ekki neitað, að nýyrðin geta orðið þreytandi tilbreytingarlaus, t. d.
aflar samsetningarnar með -fræði, þar sem hin Evrópumálin
eiga svo margskonar endingar (-logi, -grafi, -ik, -nomi o. s. frv.).
Mér finst sjálfsagt að málið taki orð eins og stemning, sem særir
ekki nokkurt íslenzkt eyra, er komið á allra varir og aldrei verður
þýtt, svo að gagni sé. En þetta er svo viðkvæmt mál og vanda-
samt, að bezt er að segja ekki fleira um það hér, úr því ekki er
rúm til þess að ræða það ýtarlega.
Sá, sem vill kynna sér öll góðu orðin í bókinni, verður að
kaupa hana og lesa. Hér skulu aðeins sem sýnishorn talin fáein,
sem mér þykja góð. Sumum kann að þykja önnur vera betri.
Eðlishneigð (disposition), h u g g r i p (apperception), h v a t a-
skifti (motivforskydning), úrkul (resignation), menjagildi
(aft'ektionsværdi), mænukylfa (medulla oblongata), vélgengi
(mechanismus).
Pá verð ég að drepa á fáein orð, sem mér líkar miður við.
A ð 1 ö ð u n = accommodation, um það hvernig augað flezt
og hvelfist yfir fjarlægð og nálægð hlutanna, finst mér ekki heppi-
legt orð. Hér er ekki að ræða um að laða að sér, heldur að
laga sig eftir. Væri ekki aðlögun betra (smbr. aðþróun,
annað um skammæja, hitt um varanlega »eftirlögun«) ?
Hlutrænn er notað hér sem þýðing á objektiv. Orðin h u g-
lægur = subjektiv og hlutlægur = objektiv eru annars farin að
ryðja sér talsvert til rúms og varla ástæða til að sleppa þeim.
Annars eru orðin subjekt og objekt í málfræðislegri merkingu
fyrir löngu þýdd með frumlag og andlag, og hefði vel mátt
taka þau orð upp í heimspekismálið líka, því að samsetningarnar
með hug- eru orðnar fullmargar (frumlægur, andlægur,
andlægja = objektivere). H u gr æ n n = subjektiv (stendur
að vísu ekki í bókinni, en leiðir líklega af hinu) hefur líka þann
ágalla, að það má nota í annarri merkingu. Guðmundur Friðjóns-
son talar um »hugrænar tilfinningar«, og þar er >holdrænn«
andstæðan.
Pá fellur mér ekki við orðin sjónnæmur, hlustnæmur
6