Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Page 20

Eimreiðin - 01.05.1917, Page 20
So vissra flokka og tegunda manna; til hennar teljast, skapgerðar- fræði (ethology), kvennasálarfræði, barnasálarfræði o. s. frv. Og hún getur tekið sér takmarkaðri og takmarkaðri svið, unz komið er að lýsingunni á einstökum mönnum (hin svonefndu psykógrömm). Pá líkar mér ekki alls kostar það, sem sagt er um teleologíuna á bls. 95. Pað er naumast réttmætt að þýða orðið með tii- gangsstarfsemi, því teleologi er þó eiginlega kenningin um eða trúin á telos, tilganginn eða tilgangsstarfsemina, og væri réttast að kalia hana tilgangshyggju á íslenzku. Nú skýrir höf. hér ljómandi vel, hvernig tilgangurinn og tilgangshyggjan eru í heim- inn komin. En með því er ekki hin eilífa spurning leyst, hvort maðurinn hafi leyfi til að dæma tilveruheildina eftir sjáifum sér og leita þar líka að tilgangi. Par er komið inn á svið háspek- innar og trúarbragðanna, og hvaða svar, sem gefið er, jafnvel það, sem er í sem allrabeztu samræmi við vísindaþekkingu nútímans, byggist að mestu leyti á trú og ekki vissu. Bls. 139 er verkum skift svo með sálarþáttunum: »Vitundin segir oss jafnan, hvað fram við oss kemur; tiltinningin kennir oss að meta það; en viljinn segir oss, hvernig vér eigum að svara því eða andæfa«. »Hvernig« er hér tvírætt, getur átt bæði við takmarkið og meðölin: Ef á mig er ráðist, segir tilfinningin mér að andæfa með því að veita viðnám, en skynsemin kennir mér, hvernig bezt sé að verjast. Petta eru tvö >hvernig« og hvorugt er viljans. En hvað gerir þá viljinn? Hann ræður því, h v o r t ég veiti viðnám yfirleitt. Hann er brúin milli tilfinnirlga minna og hugsana á annan bóginn og verkanna á hinn. Maður getur verið fullur af þrá og löngun og verið vel ljóst, hvernig hann ætti að þægja þeim, og samt ekki hafist handa, af því að viljabrúin er brotin. Eg vildi því fremur orða hina tilfærðu setn- ingu svo: »en viljinn ræður, hvort vér svörum því eða andæfum*. Annars finst mér höf. yfirleitt hafa fjallað vel um viljann, en honum hættir þó við, að gera of mikið úr verksviði hans. Bls. 306 er talað um »markmið og hugsjónir«, er viljinn sjálfur hafi sett sér. Og á næstu bls. um, að vilji mannsins verði »smám- saman skynsemi gæddur*. En það eru þó tilfinningarnar og skyn- semin, sem ráða markmiðum og hugsjónum mannsins, og viljinn getur ekki kallast skynsemi gæddur, heldur er sálin gædd hvoru- tveggju, skynsemi og vilja, og því geta þau haldist í hendur. Á bls. 222 er mér heidur illa við þessa klausu um listina:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.