Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.05.1917, Blaðsíða 29
89 hans tók að halla. —- Iín hér verður ekki sá þráður rakinn f’ó get ég ekki stilt mig um að minnast nokkurra orða skáldsins okkar á síðustu áratugamótum æfi hans. I tvítugri, gullfallegri hrynhendu, er hann sendi skáldbróður sín- um og vini, séra Valdimar Briem, á 60. afmælisdegi sínum, segir hann meðal annars: Valdimar, oss vantar eldinn! Valdimar, hann blæs svo kaldan; kuldi dauðans kallar: Skáldi, kvölda tekur, ég hef völdin! — f’yldi guð. að tvisvar tjaldi tildra mætti lífs, ef vildi, skyldi ég varhug glæpsku gjöldum gjalda betur. En — það fæst aldrei! — Kvíði ég þó ei kör né dauða, kæri bróðir, og sízt í óði; lífið er gott, þó vel ég viti veturinn kominn — aldreí betra. Neista gaf mér guð hinn hæsti gæzku sinnar í öndu minni; náðin hans eru gnógleg gæði, göfug ljóð og trú á hið góða. Eigingirni að ala á hjarni elli sinnar, margan fellir; kennuqp þjóð af alhug unna annars hag og lífinu sanna. Rjúfum þessa kotungs kofa, kveikjum í þeim, brennum, steikjum; reisum hallir hærri fjöllum hetju þjóð með lifanda óði. Jólasöng með sál og tungu syngið nýjan, bragmæringar! Hringið inn í hjörtun ungu hundrað sinnum drottins undrum! Slöngvið burtu deyfð og drunga, drengskap nýjan læri mengi. Lundin frjáls og lífsins yndi landið blessi sígróanda! Á sjötugasta afmæli sínu, í heiðurssamsæti, sem honum var haldið af svo mörgum borgurum þessa bæjar, sem húsrúmið leyfði, flutti hann kvæði, er hann f bók sinni kallar »Kveðju«. Þar spyr hann: »Hvað hef ég lært á öllum þessum árum, því æfi manns er sann-nefnd skólatíð?« og svarar því á þá leið, að vér »lifum fyrst og fremst við yl og kraft hins góða« og að líf og heilsa manna sé leit og stöðug eftirspurn hins sanna. — Og enn fremur: Hvað hef ég lært? — Að dást að drottins geimi og drekka guðaveig af andans skál, því ég hef lifað tíma hér í heimi, sem heimsins þjóðir gæddi nýrri sál, og óminn heyrt af æðri hnatta hreimi, sem hjarta mínu vakti guðamál. Hvað hef ég lært? Að landið vort hið magra á lífsins brunn hins góða, sanna og fagra. Og kveður svo að lokum: »Nú slekk ég ljósið — og svo sloknar ljósið *, hann Shakepeare kvað við Desdemónu lát. En hvað um það? Ég kveð það karla-ósið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.