Eimreiðin - 01.05.1917, Qupperneq 29
89
hans tók að halla. —- Iín hér verður ekki sá þráður rakinn f’ó get
ég ekki stilt mig um að minnast nokkurra orða skáldsins okkar á
síðustu áratugamótum æfi hans.
I tvítugri, gullfallegri hrynhendu, er hann sendi skáldbróður sín-
um og vini, séra Valdimar Briem, á 60. afmælisdegi sínum, segir
hann meðal annars:
Valdimar, oss vantar eldinn!
Valdimar, hann blæs svo kaldan;
kuldi dauðans kallar: Skáldi,
kvölda tekur, ég hef völdin! —
f’yldi guð. að tvisvar tjaldi
tildra mætti lífs, ef vildi,
skyldi ég varhug glæpsku gjöldum
gjalda betur. En — það fæst
aldrei! —
Kvíði ég þó ei kör né dauða,
kæri bróðir, og sízt í óði;
lífið er gott, þó vel ég viti
veturinn kominn — aldreí betra.
Neista gaf mér guð hinn hæsti
gæzku sinnar í öndu minni;
náðin hans eru gnógleg gæði,
göfug ljóð og trú á hið góða.
Eigingirni að ala á hjarni
elli sinnar, margan fellir;
kennuqp þjóð af alhug unna
annars hag og lífinu sanna.
Rjúfum þessa kotungs kofa,
kveikjum í þeim, brennum,
steikjum;
reisum hallir hærri fjöllum
hetju þjóð með lifanda óði.
Jólasöng með sál og tungu
syngið nýjan, bragmæringar!
Hringið inn í hjörtun ungu
hundrað sinnum drottins undrum!
Slöngvið burtu deyfð og drunga,
drengskap nýjan læri mengi.
Lundin frjáls og lífsins yndi
landið blessi sígróanda!
Á sjötugasta afmæli sínu, í heiðurssamsæti, sem honum var haldið
af svo mörgum borgurum þessa bæjar, sem húsrúmið leyfði, flutti
hann kvæði, er hann f bók sinni kallar »Kveðju«.
Þar spyr hann:
»Hvað hef ég lært á öllum þessum árum, því æfi manns er
sann-nefnd skólatíð?« og svarar því á þá leið, að vér »lifum fyrst og
fremst við yl og kraft hins góða« og að líf og heilsa manna sé leit
og stöðug eftirspurn hins sanna. — Og enn fremur:
Hvað hef ég lært? — Að dást að drottins geimi
og drekka guðaveig af andans skál,
því ég hef lifað tíma hér í heimi,
sem heimsins þjóðir gæddi nýrri sál,
og óminn heyrt af æðri hnatta hreimi,
sem hjarta mínu vakti guðamál.
Hvað hef ég lært? Að landið vort hið magra
á lífsins brunn hins góða, sanna og fagra.
Og kveður svo að lokum:
»Nú slekk ég ljósið — og svo sloknar ljósið *,
hann Shakepeare kvað við Desdemónu lát.
En hvað um það? Ég kveð það karla-ósið,