Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Page 3

Eimreiðin - 01.04.1919, Page 3
eimreiðini GUÐMUNDUR MAGNÚSSON f»7 inan hvað móðir mín kveið fyrir að flytja með þrjú börn á ærslafylsta reki í hús skáldsins; sjálfsagt yrði hún að taka til alveg nýrra ráða með að láta ekkert til þeirra heyrast, svo þau röskuðu ekki starfsnæði hans. En það var alveg óþarfur ótti; þegar Guðmundur var að starfa að skáldritum sínum, lét hann ekkert á sig fá. Þó að menn væru með samræður í sömu stofunni, þó að leikið væri á hljóðfæri við hliðina á honum, þá skrifaði hann jafn- ótrauður og þó hann væri einn. Ef við hefðum, lesari góður, heimsótt Guðmund Magn- ússon einhvern tíma í góðu tómi — Guðmundur hafði altaf »gott tóm« til að taka á móti gestum sínum — þá hefðum við fyrst mætt hinu kurteisa og vingjarnlega við- inóti húsbóndans. Inn úr forstofunni komum við inn í skrifstofu hans. Hún er fremur lítil, með einum stórum glugga á vesturhlið hússins, út að götunni. Hún er lag- iega útbúin að húsgögnum og þó íburðarlaus. Úti við þilið hjá glugganum er skrifborð og ofan á því nokkrar arkir af pappír, þær sem hann hefir verið að skrifa á síðast. Á öðrum enda borðsins eru nokkur sendibréf, alt í reglu. Orgel er hinumegin gluggans. Þegar við litumst um í stofunni, verður okkur fyrst fyrir að taka eftir inyndum á veggjunum. Yfir skrifborð- inu eru nokkur af uppáhaldsskáldum Guðmundar, og yfir orgelinu nokkrir tónsnillingar. Annars eru það mj'ndir eftir hann sjálfan, bæði málaðar og teiknaðar. Guðmundur gerði talsvert að því að mála, einkum litlar landslags- myndir, með olíulit, og teiknaði landslagsmyndir með penna. Myndirnar lýsa flestar betur hinni skörpu eftirtekt hans og minni, heldur en listgæfni með penslinum. Þótt undarlegt megi virðast, tekst honum betur með erfiðari aðferðinni, því pennateikningarnar eru fallegri sem myndir en’ olíumyndirnar. Það er sama hvaða umtalsefni við byrjum á, Guð- mundur tekur því jafnfjörlega; ef það er eitthvað, sem honum er hugleikið, hefir hann oftast orðið, og er okkur aldrei hægara að taka eftir manninum. Hann er tæplega meðalmaður á hæð og hnellinn, feitlaginn nokkuð siðustu

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.