Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 4
68 GUÐMUNDUR MAGNÚSSON [EIMKEIÐIN árin og þó ekki til lýta. Hárið er ljóst og farið að þynn- ast i hvirflinum, andlitið heldur fritt og hið einkennileg- asta við það eru augun. Þau eru ljósblá og skörp; stund- um hvessir hann þau svo að manni finst sem ekkert geti leynst eftirtekt hans, stundum er sem þau leiftri, er hann segir frá þvi sem gagntekur hann. Hann gengur Um gólf og tekur við og við litlar silfurdósir upp úr vestisvasan- um, tekur lítið í nefið og þurkar vel af skegginu — en við getum ekki varist því að dást að, hve hendurnar eru fagrar. Guðmundur hefir frá mörgu að segja, þvi eins og lífs- ferill hans, sem drepið er á hér að framan, sýnir, hafði hann reynt ýmislegt og séð margt. Sérstaklega þykir hon- um gaman að koma að þvi, sem hann hefir séð á ferðum sínum, bæði hér heima og erlendis. Og við getum ekki annað en dáðst að minni hans og eftirtekt. Hver blettur, sem hann hefir séð, er eins og mótaður í hug hans. Eg ætla að .nefna ofurlítið dæmi þessu til sönnunar. í Berlín er hús eitt mikið, sem »Zeughaus« heitir; það er safn hernaðarminja, sýnishorn hertygja frá ýmsum tímum, minjar af herfangi o. s. frv. Eg hafði komið í safn þetta oftar en einu sinni, gengið úr einum salnum í annan og séð öll þau kynstur, sem þar var að sjá — og farið út jafnnær að heita mátti; þegar safn þetta barst i tal hjá okkur Guðmundi, rak mig fyrst í rogastans yfir minni hans; eg held að hann hafi þekt hvern einasta hlut í þessu geisistóra safni, þekt hann ekki að eins lauslega, heldur svo að hann gat sagt frá honum eins og hann væri með hann í höndunum! Þér verður ef til vill litið á arkirnar á skrifborðinu og langar til að forvitnast í þær, og verður þér ekki meinað það. Guðmundur er fús á að leiða samtalið að tildrögum bókarinnar, sem hann hefir í smíðum, sérstaklega ef það er ein af hinum sögulegu skáldsögum hans. Hann tekur fram heilan bunka af afritum, er hann hefir sjálfur gert af handritum úr Þjóðskjalasafninu. Hann hefir unnið ósleitilega að því að kynna sér hætti og siðu á ýmsum tímum í æfi þjóðar vorrar. Hann ann mjög sögulegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.