Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Side 8

Eimreiðin - 01.04.1919, Side 8
72 GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON [EIMREIÐIN Og það brast um leið einhver hinn gullnasti gígju- strengur, sem ísland hefir átt, strengur, sem tengdur var við gullið mannshjarta, og veit eg ekki hvort hefir verið skírra. Eg má ekki fara að þylja neinar harmatölur hér; ef til vill minnist Eimreiðin Guðmundar Guðmundssonar betur síðar. Það andaði jafnan hlýju frá skáldinu góða, sömu hlýjunni og af Ijóðunum hans Ijúfu; sama hlýjan stafar af minningunni um liann hjá þeim, sem honum kyntust. — — Eimreiðin hefir notið þeirrar velvildar hjá aðstandendum skáldsins, að fá til birtingar hið siðasta sem eftir hann liggur í ljóðum. Á. Á. Áður og nú. Eftir Sophus Michaélis. [Kvæði þetta þýddi Guðm. Guðmundsson skáld i banalegunni, hripaði það með ritblýi í rúminu. Er það síðast allra ritverka skáldsins. Handritið er með ýmsum breytingum og auk þess nokkrum merkjum, er benda á, að hann muni hafa átt eftir að leggja á það síðustu hönd]. Við konu eina jeg ótta kenni í myrkur jeg flý ef jeg mæti henni. Hve oft hennar spyrjandi augu mig nístu, sem hulinni sök mjer á hendur þau lýstu. Það fer geigur um sjón og sálu mína: á milli’ okkar hyldýpis gljúfur gína. Af bráleiftrum hennar mjer stendur stuggur, af hönd hennar lamandi ótti og uggur.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.