Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Page 12

Eimreiðin - 01.04.1919, Page 12
76 LAUNAMÁLIÐ [EIMREIÐIN hefir einnig hitt aðrar stéttir manna, sem lifa af ákveðnu kaupgjaldi. Lítum þá fyrst á opinbera starfsmenn annara þjóða, t. d. Norðmanna og Svía. Þá er það fyrst, að laun þeirra voru fyrir ófriðinn miklu hærri en hér á landi. Þeir voru því bæði betur undir tapið búnir og gátu auk þess lengur komist af þótt peningar lækkuðu. Þvínæst er það, að dýrtíðin heíir ekki orðið eins gífur- leg þar og hér, þótt mikil hati verið. í júlí síðastl. var hún á matvælum í Noregi 180%, í Svíþjóð 158°/« og hefir ekki aukist að mun síðan, á móti 225% hér. Það er ekki svo lítill munur. Og loks hefir starfsmönnum þar verið bætt upp pen- ingaverðfallið mjög rausnarlega. í Noregi hafa allir opin- berir starfsmenn, eftir tillögum stjórnarinnar, launauppbót er nemur 1300 kr. fyrir þá, sem hafa upp að 3900 kr. í árslaun og x/1 launanna fyrir þá, sem hafa hærri laun, en þó ekki yfir 2000 kr. Auk þess hafa þeir dýrtíðarupp- bót fyrir hvern framfæring, 300 kr. fyrir þann fyrsta, 200 kr. fyrir annan og 120 kr. fyrir hvern þar fram yfir. Þó má launabótin ekki fara fram úr 110% og öll dýrtíð- aruppbótin ekki fram úr 150°/« af laununum. í Svíþjóð eru launabæturnar og mjög ríflegar, en af því að regl- urnar um það eru all flóknar og umfangsmikiar, verður hér eigi eytt rúmi fyrir það. Þar fór stjórnin fram á það við aukaþingið 1918, að veita auka-dýrtíðaruppbót. En þegar til þingsins kasta kom þótti því stjófnin hafa farið of skamt, og gerði hana enn ríflegri. Mætli bera þetta saman við okkur hér á hinum bænum, þar sem d5Trtiðar- uppbótin var lœkkuð þegar dýrtíðin jókst. Petta er nú að segja um opinbera starfsmenn hjá ná- grannaþjóðum vorum. En svo er að líta á hinn liðinn, sem á var minst, sem sé aðra þá, sem vinna fyrir ákveðið kaupgjald, svo sem iðnaðarmenn. Auðvitað hefir dýrtíðin skollið jafn fast á þeim og opin- beru starfsmönnunum. En þar hefir afleiðing hennar líka orðið sú, sem hún á að vera: Kaupgjaldið hefir hækkað

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.