Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Page 13

Eimreiðin - 01.04.1919, Page 13
EIMREIÐINJ LAUNAMÁLIÐ 77 með nauðsynjunum. Krónunum hefir fjölgað eftir því, sem þær hafa rýrnað að verðmæti hver um sig. Nokkur dæmi þess má nefna úr Reykjavík: Verkamenn hafa fengið 90—115 aura í stað 35—45, eða um 156°/« hækkun. Prentarar fá nú 54—60 kr. í stað 20—23, eða 161 — 170°/o hækkun. Trésmiðir fá nú 100—150 aura fyrir innivinnu og 110 — 200 fyrir útivinnu, í stað 35—40 og 40—45 10—20°/o hærra fyrir eftirvinnu, eða um 150% hækkun. Klæðskerar (sumir að minsta kosti) fá nú 300 kr., í stað 90 áður, eða 233%. — Þannig mun lengi mega telja, og þetta er alls ekki meira en það, sem sanngjarnt er nema síður sé. En svo embættismennirnir? Það var viðurkent að laun þeirra væru óhæfilega lág fyrir stríðið. Og hvernig hefir þeim svo verið bætt upp dýrtíðin, sem af því leiddi? Eftir nokkurt hringl, sem leiddi til lækkunar, voru samþykt lög um dýrtíðaruppbót landsstarfsmanna. Er hún 60% af fyrsta þúsundi launanna, 30°/o af því, sem þar er fram yfir upp að 2000 kr., ef öll launin eru undir 4500 kr„ en annars svo, að laun og uppbót nemi 5400 kr. og loks er uppbótin af því, sem er fram yfir 2000 krónur upp að 3500 10%. Uppbótin á 1800 króna launum verður því 840 kr., á 2400 kr. launum 940 kr. o. s. frv. Auk þessa fá þeir, sem hafa undir 4000 kr. launum, 50 kr. með hverjum framfæring. Menn beri nú þetta saman við hvað, sem þeir vilja af því, sem nefnt hefir verið, hvort heldur peningaverðfallið, uppbót frændþjóðanna á launum eða kauphækkun iðn- aðdrmanna. En það má líka bera það með sanngirni saman við það, sem einstakir menn borga þeim, sem þeir fela vandasöm störf, þó hvorki þurfi þeir eins mikinn undirbúning undir þau, né taki á sig eins mikla ábyrgð og embættismenn í trúnaðarstöðum þjóðarinnar. T. d. er það engan veginn dæmalaust, að unglingar fái við af- greiðslu og umsjón í sölubúðum hærri laun en dómararnir í yfirréttinum, skrifslofustjórar í Stjórnarráðinu og prófess- orar við háskólann. Og meira að segja mætti nefna

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue: 2. tölublað (01.04.1919)
https://timarit.is/issue/179134

Link to this page:

Link to this article: Guðmundur Magnússon.
https://timarit.is/gegnir/991003630109706886

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

2. tölublað (01.04.1919)

Actions: