Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Side 14

Eimreiðin - 01.04.1919, Side 14
78 LAUNAMÁLIÐ [EIMREIÐIN dæmi þess, og þau fleiri en eitt, að ungir menn, sem vinna á skrifstofum einstakra kaupsýslumanna, fái hærri iaun en dómstjórinn i yfirdómi ríkisins eða biskup landsins. Um kaupsýslumenn, forstjóra stórra fyrirtækja, skipstjóra á togurum o. fl. þarf ekki að tala í þessu sambandi, þeir eru svo hátt fyrir ofan alia embættismennina. Hver verður svo afleiðing þessa? Hún verður fyrst og fremst sú, og er nú þegar orðin, að starfsmenn þjóðarinnar eru ýmist sokknir í skuldir eða hafa etið ofan af sér það, sem þeir hafa verið búnir að eignast, eða þá að þeir hafa úti öll spjót að afla sér tekna á einhvern hátt, sem þeim býðst, og hafa embættisstörfin í hjáverkum. Þetta er ekki fögur né álitleg mynd af em- bættisstétt hins fullvalda ríkis, en hvað skal segja? Em- bættismenn fá ekki nema 73—a/2 ÞVL sem Þe'r Þurfa ti! brýnustu lífsnauðsynja, og einhver úrræði verða þeir að hafa. En á þessu getur ekki gengið nema skamma stund. Menn hafa beðið þess að ófriðnum linti eða eitthvað rætt- ist úr. En nú hlýtur bráðum eitthvað undan að láta. Annaðhvort verður nú að gera svo við embættismennina, að þeir geti við það unað, eða þá að embættin gertæmast að nýtum mönnum. Þeir geta aflað sér miklu betri launa með öðru móti. En eftir verða svo í trúnaðarstöðum þjóð- arinnar hinir, sem enginn annar kærir sig um. Og þó má ekki líta á þetta mál aðeins frá sjónarmiði þeirra, sem eru í embættunum, þó að ósanngirnin í garð þeirra ein ætti að nægja, þegar þeim er borgað í vöru, sem hefir fallið um mikið meira en helming. Það verður að líta á þetta mál sem mikilsvarðandi þjóðfélagsmálefni. Pjóðin er dauðadœmd, ef hún borgar ekki starfsmönnum sínum svo vel, að hún geti haldið duglegum mönnum og látið þá gefa sig óskifta við embœttisstörfum sínum. En hvað þarf þá þjóðin að borga starfsmönnum sínum? Sanngirniskrafan er sú, að þjóðfélagið sjái um, að gjald- eyrir sá, sem hún borgar launin með, sé ávalt i fullu verði. Séu launin reiknuð í peningum, eins og hefir tíðkast, og ekki verður komist hjá, verður því ávalt á hverju ári

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.