Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Page 19

Eimreiðin - 01.04.1919, Page 19
EIMREIÐIN] VOKUDRAUMUR 83 dagur er liðinn og vorsól er gengin til viðar, vindurinn þýtur á brott og leitar sér friðar og glitofin kvöldský við glampandi hafsbrún minnast. Gróðurinn hefir þegar lokið hlutverki sínu og er föln- aður. — Fjárhópar framan úr dölum og afréttum drifa að bæjunum. — Eg sé freisið lúta blóðugri nauðsjm, sé manninn á lægsta stigi lífs síns. Féð er handsamað og — tvifætt dýr við tækifæri bregður því hnifi að barka. — — Kaldir útsynningsstormar geisa á hafinu, og vekja ránardætur, er reiðast værðarrofunum. Veturinn er genginn í garð og hefir hlúð að fræjunum, sem falin eru í gróðrarmoldinni. Fau bíða betri tíma. Endur og sinnum gægist máninn glottandi út á milli stór- hríðarblikanna, en skafrenningurinn þýtur stynjandi um storð. Vötnin eru - varin ísi. Skrefar skautamaður. — Svo koma jólin, gleðihálíð barnanna, og þá vaka flestar endurminningar í hugum fullorðinna. — — Uitfögur bragaljós bruna um bláhvelið háa og bregða óskýrri undrabirtu yfir landið. Stjörnurnar blika. Hugur manns leitar út til ómælisvíddarinnar, til sólkerf- anna, til dularheimanna. Náttúrufegurð íslands er fögur og stórfengleg. Fjalla- og jöklasýnir gleymast aldrei. — Eg stend á íjallstindum og lít yfir sveitirnar. *6

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.