Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Page 21

Eimreiðin - 01.04.1919, Page 21
EIMREIÐINJ FRÁ KÖTLUGOSINU 85 í hvert sinn er eg er þreyttur, þá farðu hávegu, hugur minn, flyt yl til landsins í norðri, til allra þeirra, er starfa þar, og til vona minna, er blunda þar. Steinn. Frá Kötlugosinu 1918. Frásögn úr Álftaveri. [Innan skamms kemur út bók um Kötlugosið mikla 1918, og er kafli pessi tekinn úr henni. Pað heflr merkilega litið verið birt um gos þetta, jafn stórfenglegt og það þó var, og mun því mörg- um forvitni á að sjá bók þessa, þegar hún kemur út; í henni eru frásagnir, látlausar og sannar, líkar þessari, úr ýmsum stöð- um úr Skaftafellssýslu. Myndir frá gosinu og jökulhlaupinu, sem fylgja eiga bókinni, voru ekki komnar, og var því ekki hægt að birta neina þeirra með þessari grein]. Laugardaginn hinn 12. okt. þ. á. kom gos úr Kötlugjá í Mýrdalsjökli. — Ætla eg að lýsa því, sem daglega bar fyrir mig og þá, er eg vel mér að heimildarmönnum. Verður lýsingin nokkurskonar dagbók, meðan Kötlugos þetta stendur yfir. Að morgni hins 12. okt. þ. á. var hér gott veður, hægur kaldi á austan-landnorðan. Dagur þessi var réttardagur Álftveringa. Heitir lögrétt þeirra Fossarétt, og er hún fyrir ofan á þá, sem rennur fyrir norðaustan meginhluta Álfta- versins og fellur í Kúðafljót. Á þessi heitir Skálm. Fennan dag fór eg til réttar og margir fleiri úr sveitinni. Þangað var og von á mönnum úr afrétti Álftveringa, en hann nær alla leið norður að Mýrdalsjökli og norður með hon- um að austan. í framleið áttu menn þessir að smala alla upphaga milli Leirár og Skálmar og reka safnið til Fossa- réttar. En er við komum þangað, um kl. 12, sáum við

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.