Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Page 22

Eimreiðin - 01.04.1919, Page 22
86 FRÁ KÖTLUGOSINU [EIMREIÐIN eigi neitt til þeirra. Var því beðið um slund. Riðu þá þrír menn austur að Skálmabæjarhraunum, en svo heitir bær einn i Álftaveri. Þar átti einnig að rétta, og átti að reka óskilafé þaðan til Fossaréttar. Biðum við alllengi, sem eftir vorum. Nálægt kl. 1 e. h. fórum við að heyra nið í stefnu til hájökulsins. En við héldum að sá niður væri í svonefndum Hrúthálsafossi, sem er í úthögum. Til jökulsins sáum við ekki fyrir þoku og dimmu, sem huldi hann allan. Niðurinn fór nú smá- vaxandi; tókum við þá að undrast, hversu mikill hann var orðinn og urðum við óróir. Loks datt okkur í hug, að hann mundi koma af Kötluhlaupi. í sama bili sáum við fjallasafnið koma, og fylgdu því nokkrir menn. Fví næst sáum við að þeir komu úr öllum áttum, og keyrðu þeir hesta sína sem mest þeir máttu. Urðum við þess þá fullvissir, að þeir höfðu lagl á flótta undan hlaupinu, og þótti okkur þá ekki vært lengur. Enda gaf þá að lita ægilega sýn yfir Mýrdalsjökli. Þeyttist öskumökkur mikill og dimmur hátt í loft upp, og heyrðust þungir dynkir og miklir. Urðu þá eldflug um loft alt og þrumur miklar. Allir, sem við réttina voru, stigu nú á bak sem skjótast og riðu nú sem hestar komust fram yfir Skálm. Hinir, sem ekki voru komnir til réttar, riðu saman á leið til Skálmabæjarhrauna. t*eir voru ofar fyrir og áttu lengra að ná fram yfir Skálmina. Um þá menn vissum við ekki meira þennan dag. Þegar við komum fram yfir Skálm, sáum við jökul- garðinn fyrir vestan okkur, svo sem 10 mín. ferðar veg frá okkur. Héldum við nú sem hraðast fram að Herjólfsstöðum. Þaðan gátum við séð hvernig hlaupið brunaði fram. Var það þá komið beint í vestur frá Herjólfsstöðum, og var á því flug afarmikið. Töldum við víst að það yrði komið í svonefnda Landbrotsá, áður en við næðum yfir hana. Dvaldist okkur því nokkuð á Herjólfsstöðum, meðan við vorum að ráða við okkur, hvað gera skyldi. Vorum við þar staddir tveir saman frá bæjahverfi því, er Sunnan- byggjaratorfa nefnist. Eru þar 5 bæir. Á bæjum þessum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.