Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Page 23

Eimreiðin - 01.04.1919, Page 23
EIMREIÐINl FRÁ KÖTLUGOSINU 87 var enginn karlmaður beima nema Jón Brynjólfsson bóndi á Þykkvabæjarklaustri. Gerðist okkur því órótt mjög, og tojuggumst til heimferðar. Þegar við komum að læk þeim, >er Hraunbæjarlækur heitir, var hlaupið ekki komið í hann. Héldum við því áfram, er við höfðum lofað hestunum að <irekka. En er við komum upp úr læknum, var hlaupið komið að grasinu fyrir vestan lækinn, nál. 4—500 m. frá okkur. Hertum við þá reiðina sem hægt var, austur yfir Hraunbæjarleiru og alla leið heim. Hefði hlaupið náð okkur ú leiru þessari, mundum við hafa hlotið skjótan dauðdaga, •en við drógum heldur undan því. Virtist það fara hægara meðan það var að dreifast út um leiruna fram af svo- nefndum Kælirum. Þegar við komum heim, varð fólk okkur allfegið. Var það þá farið að draga sig saman í hópa. Heim til mín var komin konan Sigrún frá Hraun- gerði, með öll börn sín — 6 að tölu. — Lét eg þá alla, unga og gamla, fara heiman af bæjunum og suður í svo- kölluð Virkisfjárhús, sem eru sunnar og standa hærra en bæirnir. þegat þar var komið, varð ekki meira að gert. Þá var lilaupið að koma austur hjá bæ mínum og önnur flóðkvisl rann austur hjá Hraungerði. Meðan þessu fór fram hér, reið Jón Brynjólfsson austur að Mýrum. Á þeim bæ var enginn karlmaður heima. Var þar ekki annað fólk ■en ekkjan Jóhanna, ein stúlka og 2 börn. Þessu næst kom hlaupið með miklu jakaflugi austur af öllum hæðum milli bæjanna, og fylti upp alla mýrina kringum Þykkvabæjarklaustur. Komst það nærfelt að kirkjugarðinum. En þá skall á náttmvrkrið, og varð hver að taka því, er að höndum bar. Dreif þá vikur í sífellu, svo að ilt var að horfa frá sér. Varð fljótt sporrækt. Eld- ingar geisuðu um alt loft og þrumur dundu í sífellu, svo varla varð hlé á. Öskumökkurinn gekk þá hér fyrir norðan, því kaldi var á landsunnan, er bægði honum frá. Að morgni hins 13. okt., sem var sunnudagur, var vatnsílóðið að mestu hlaupið af, en jökulhrannir, sem viða eru 4 m. þykkar, liggja svo langt sem augað eygir á öllum leirum og graslendi, sem hlaupið fór yfir. Verður því nánar lýst síðar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.