Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Side 25

Eimreiðin - 01.04.1919, Side 25
EIMREIÐIN] FRÁ KÖTLUGOSINU 89 voru komnir margir menn á skeri einu í veslurbrún hraunsins. Hleyptum við nú hestunum á lægðina, sem ér á milli Ljósuvatnanna og hraunsins, og þeystum á íleygiferð þvert yfir skurði og læki. Mátti nú varla á milli sjá, hvort okkur eða hlaupinu mundi veita betur. Þó náðum við hraunbrúninni áður en hlaupið skall á henni, en svo var það nærri komið, að það féll þá yfir slóð okkar 40 — 50 metra frá hraunbrúninni. Pessu næst héldum við til manna þeirra, er safnast höfðu í skerið. Voru þar komnir allir afréttarmenn og einnig réttarmenn þeir, er eigi höfðu komist fram yfir Skálm. Urðu menn harla fegnir, er engan vantaði. Var nú haldið kyrru fyrir um slund. Köstuðu hestarnir mæðinni, en mennirnir horfðu á hlaupið, þar sem það hrunaði fram með flaumi miklum og jakaferð yfir hvað sem fyrir var. Var það kolmórautt og ægilegt og lagði af þvi megna jöklafýlu. Ekki var vistlegt að dvelja lengi á skeri þessu, með fjölda hesta, því þar var enginn gróður, heldur sandur einn. Enda stefndi hlaupið kringum skerið suður úr grjót- um fyrir vestan Skálmabæjarhraun. Jafnskjótt sem við fórum úr skerinu kom hlaupið fram Kúðafljót, milli Skálmabæjarhrauna og Leiðvallar. Var ótrúlega mikið flug á því, er það kom fram fljótið. Fylti það upp skarðið milli Leiðvallar og Hraunanna, svo að upp tók í miðjar brekkur fyrir vestan Leiðvöll. Þegar við komum til Skálmabæjarhrauna, var flóðið komið þar fast að bænum. Var það því okkar fyrsta verk að bjarga öllu úr bænum, er hægt var að flytja burlu. tíekk það vel, enda voru þar að verki um 20 karlmenn. Fluttum við það upp á hraunbrún, sem er þar fyrir ofan bæinn. En heimafólk alt og aðkomumenn gisti um nótt- ina í fjárhúsi nokkru sem er lengra uppi í hrauninu. Eigi varð okkur svefnsamt um nóltina, því margt var nú óvenjulegt. Altaf var kolamyrkur, nema þegar eldingar komu og leiftur. En þá varð furðulega bjart. þrumur kváðu við í sífellu og dynkir miklir. ()g þess í milli heyrð- ist dimmur vatnaniðurinn alt í kring. Jafnan dreif vikur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.