Eimreiðin - 01.04.1919, Qupperneq 26
90
FRÁ KÖTLUGOSINU
[EIMREIÐIN
smágerðan og olli hann mestu um myrkríð. Pegar morgna
tók, þótti vænlega horfa, að eigi hélst myrkrið, heldur
birti af degi. En því kviðum við einna mest að myrkur
mundi verða af öskufalli. En stormkaldi var þá kominn
af austri og bægði hann öskumökknum vestur. t*egar bjart
var orðið, sáum við að vatnsflóðið mundi runnið af að
mestu, en eftir sátu hrannir miklar og hrikalegar jökul-
borgir. Fórum við nú að vitja um bæinn og hafði vatnið
farið alt í kring um hann um nóltina. Nú var vatnið
hlaupið, en eftir sat við húsið á stéttinni mittishá jakahrönn.
Þegar við höfðum fengið okkur hressingu i Skálmabæ
eftir þessa einkennilegu andvökunótt, bjuggumst við af
stað heimleiðis. Létum við eftir hestana og fórum gang-
andi. Fórum við saman suður að Skálm. Reyndist hún
vatnslítil og óðum við hana. Hélt síðan hver heim til sín
sem hraðast. Urðu menn fegnir mjög komu okkar, og
þótti sem við værum úr helju heimtir.
Lýk eg svo frásögu minni um Kötluhlaup þetta.
13. okt. í dag er að mestu heiðskírt veður. Sést Mýr-
dalsjökull að neðanverðu og er mjög umbreyttur frá því,
sem hann var áður. Ekki sést hann að ofan fyr en um dag-
setur. Virðist þá Jóni Brynjólfssyni, bónda á Pykkvabæj-
arklaustri, sem eldsglóð sé ofan á jöklinum, og eru sifeld-
ir blossar upp af. AUan daginn eru þungir dynkir. í morg-
un fara þeir heim, sem flúið höfðu bæi sína og ætlar hver
að vera heima hjá sér í nótt.
li. okt. í nótt sofa menn vel og vakna hressir að morgni.
Enn er sömu dynki að heyra sem áður. Nú sést ekki
bæja á milli fyrir jökulmóðu og mistri. Fellur nú smá-
gerður vikur og verður jörð mósvört. En laus er þessi
salli ofan á og fer lítið ofan í rótina. Nú eru allir að leita
uppi fénað sinn, sem tvístrast hefir í ýmsar áttir. Bjugg-
ust menn við miklu fénaðartapi, því margir sáu kinda-
hópa þar, sem flóðið beljaði yfir litlu siðar. Að vísu finna
menn allmikið dautt af fénaði, en alls ekki eins og við
var búist.
Hinn 13. sáu menn til Meðallandsins, og sýndust þá