Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 29
EIMREIÐIN] FRÁ KÖTLUGOSINU 93 ■við þrumur og eldingar, engu minni en goskvöldið. Þegar birtir af degi sést, hvar liggur austur með öllum Qöllum niðdimmur öskumökkur. Leiftrar hann allur af eldslogum og þrumum. Hér er þá skínandi bjart og sólskin hið feg- ursta, því kaldi er við útsuður, sem bægir mökknum héðan. En nál. kl. 10 f. h. lygnir hér og fær.ist þá mökk- urinn fram á loftið. Fellur þá vfir öskudrifa og helst hún í 2 klst. Verður þá svo dimt, að ekki sést til næstu húsa. Því næst rennur á norðan kylja og léttir upp. Drífur þá öskumökkinn vestur til Mýrdalsins. En altaf leiftra eld- ingar og þrumur dynja. Heyrast þær vera í lofti, en eigi í gignum. Altaf leggur mökkinn hátt á loft, nærfelt upp í hvolf, og tekur hann yfir nærri hálfan sjónhringinn. í dag er jörð orðin verri af öskufallinu, en hún var áður. Er full þörf á að taka hverja skepnu á gjöf, enda æða þær nú uin alt eirðarlausar. 23. okt. Aðfaranótt þessa dags finst okkur hin hörmu- legasta. Fyrir miðnótl gengur öskumökkurinn austur yfir á ný og byrgir hér alt, og lýstur yfir svo miklu myrkri, að eigi sér fyrir gluggum. Fylgja svo miklar eldingar og reiðarslög að einsdæmi munu vera. Alla nóttina drífur ösku í sífellu, og helst myrkur og drifa til kl. 11 f. h. Kaldar þá af útsuðri og rofar til; gengur þá mökkurinn til norðausturs. En allan daginn ganga þrumur og eld- ingar. — Þegar upp léttir öskudrífunni er komið öskulag, 5 sm. að þykt. Er því algerlega bjargarbann fyrir allar skepnur. Til vesturfjalla sést um tíma í dag. Eru þau bik- svört, eins og jörð hér. Eftir að upp léttir í dag, hefir oft verið þokuyæla og dimmu móða, og sér litla stund til sólar. 24. okt. í nótt vakna menn við djmki mikla og þrum- ur. Kl. 4 f. h. er öskumökkurinn kominn yfir og verður þá svarta myrkur. Kl. 7 f. h. kemur rof í norðaustri og því næst norðan vindur, sem slær mökknum til vesturs. Verður ekki meira af öskufalli hér þennan dag, en altaf hylur svartur mökkurinn nærri hálft himinhvolfið — frá gígnum og vestur um, alt í hádegisstað —. Nú er hverri skepnu gefin full gjöf og alt ein sandauðn yfir að líta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.