Eimreiðin - 01.04.1919, Qupperneq 31
EIMREIÐIN]
MOLD
95
2. nóv. í kvöld hafa verið óslitin eldslog og öskumökkur
mikill. Virðist drífa mest úr honum niður á jökulinn.
X nóv. Nú er að mestu heiðskírt veður, og sést allur
jökullinn. Er nú mökkur sem enginn. Þó þeytast upp
gufuílókar öðruhvoru, sem brátt verða sundurlausir. Er
sama hægð á i allan dag.
A. rióv. Fyrst í morgun sjást örlítil ský læðast upp úr
gígnum, en síðan alls ekki neitt. Er nú bjart og létt yfir
jöklinuin. Sést nú gerla héðan, að mikil breyting er orðin
á honutn. Skerast upp í hann tvö gljúfur og bæði mikil.
Annað er upp undan Sandfelli, en hitt fyrir vestan Haf-
ursey. Þó er umbreytingin allramest á jöklinum milli há-
bungnanna, kringum gíginn. Einnig virðist skriðjökullinn
milli Hafurseyjar og Sandfells hafa lækkað að miklum
mun.
Noróurhjáleigu, 5. nóv. 1918.
Gísli Magnússon.
Mold.
Þú dökka, raka, mjúka mold,
sem mildi sólar hefir þítt;
hve ann eg þér, hve óska’ eg mér
að um þig streymi sumar nýtt.
Þú varma, þögla, máttka mold,
hve mildur stígur ilmur þinn
til himins upp, er árdags blær
þér úðann strýkur hægt af kinn.
Þú vagga blóma vær og hlý,
sem vefst um stein og saltan ós,
við daggarbrjóst þín dafnar vel
og drekkur fegurð sérhver rós.