Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 32

Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 32
96 ÚR MINNISBLÖÐUM [EIMHEIEIN Þú byrgir hjörtun hljóð og köld við hjarta þitt, sem fallin strá. Þér fólu eilíf, óþekt völd að endurskapa jarðlíf smá. Huldct. XJr minnisblöðum Finns Jónssonar frá Kjörseyri. Jón Bjarnason, fyrrum alþingismaður í Ólafsdal, var natn- kunnur maður. Eg kyntist honum nokkuð síðustu ár hans í Ól- afsdal, en einkum eftir að hann flutli búferlum og keypti Óspaks- eyri í Bitru. Þar bjó hann sæmdarbúi, par til hann brá búi og fluttist að Skriðnesenni i sömu sveit, til Lýðs hreppstjóra Jóns- sonar og Önnu Magnúsdóttur sonardóttur sinnar, en konu Lýðs, og hjá þeim dó hann í hárri elli 1892. Jón Bjarnason var vitsmunamaður, skarpur og fjörugur, glað- lyndur, úrræðagóður og hjálpfús, einkum við bágstadda, en glett- inn var hann og lét ógjarnan hlut sinn, við hvern sem hann átti. Oft tók hann svari lítilmagna, ef þeir urðu fyrir órétti af peim, er meira áttu að sér, og hlífðist hann pá stundum lítt við. Jón var upprunninn í Skagafirði, sonur Bjarna bónda Porleifs- sonar á Reynistað og Sigríðar Porleifsdóttur á Siglunesi, en ekki man eg fæðingarár hans. Jón var kominn af hinni svo nefndu Kársætt, og má sjá ættartölu hans í timariti Jóns Péturssonar, 3. bindi. Kona Jóns var Anna Magnúsdóttir prests í Glaumbæ (1813—1840) og Sigríðar Hajldórsdóttur Vídalíns á Reynistað. Jón ólst upp í Skagafirði og bjó þar, uns hann og Indriði bóndi Gíslason Konráðssonar fluttust búferlum vestur að Breiðafirði um miðja 19. öld. Bjó Jón á Reykhólum áður en hann flutti að Ólafsdal, en Indriði á Hvoli í Saurbæ. Peir félagar voru í þá daga taldir nýtir framfaramenn og allmiklir málafylgjumenn, ef með þurfti. Jón gerði allmiklar jarðabætur í Ólafsdal, að sögn kunnugra manna, sléttaði nokkuð í túninu, bygði girðingar niðri á svo nefndum Eyrum og byrjaði að rækta par tún. Einnig bygði hann tvo nátthaga fyrir ofan túnið. Pó jarðabætur Jóns væru álitn- ar allmiklar í pá daga, pá voru pær auðvitað litlar í saman-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.