Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Qupperneq 37

Eimreiðin - 01.04.1919, Qupperneq 37
EIMREIÐIN) FINNS JÓNSSONAR 101 sök og hans. T. d. einu sinni varö tilrætt um nýju sálmalögin, er fólk var á sumum stöðum farið að syngja. Jón lét sér fátt um finnast, hvað hinn svo kallaði nýi söngur væri skemtilegur. Gg var á annari skoðun. Hann sagði: »Pessi nýi söngur er svo. þvoglulegur. Pegar nefndur er Kristur, þá verður það »kræs««. Eg kannaðist við, að þetta ætti sér stað hjá stöku manni, en mætti heita undantekningar, en ekki alment. Við spjölluðum lengi um þetta með stillingu. Eg vildi reyna að breyta skoðun Jóns, hvað þetta snerti, því álit Jóns hafði mikið að segja hjá mörgum, og það því fremur, sem hann var nýbúinn að byggja kirkju og hafði mikil áhrif i sókn sinni. En mér mistókst það alveg. Hann tók ekkert tillit til þess, er eg færði nýja söngnum til ágætis. Regar eg sá að öli von var þrotin, sagði eg: »í*að er ekkert að marka hvað þú segir, Jón minn, um söng. Pú hefir aldrei söngmaður verið og hefir ekkert vit á söng«. Pá þurfti ekki meira, og hann svarar stórreiður: »Pó eg hafi ekki verið söngmaður, þá vona eg, að guði hafi verið eins þóknanlegur minn söngur og þetta helvítis nýja: Kræs, kræs, kræs!« og garg- aði upp, kræs, mjög ámátlega. En eg skellihló að því, hvað karl- inn var fljótur að reiðast og fálkalegur þegar hann gargaði: kræs kræs, og þá var líka hans reiði horfin. Nýlega hefi eg heyrt sögu nokkra af Jóni, þegar hann var í Skagafirði, er sýnir, hve hann var fús að hjálpa öðrum við málarekstur, sem voru litilsigldir, og live hann var úrræðagóður og sá það, er öðrum sást yfir. Skottulæknir nokkur var kærður fyrir ólögmætar og viðbjóðslegar lækningatilraunir. Pað voru leidd vitni að því, að hann hefði tekið sjúklingi blóð og látið hann drekka blóðið. Hinn ákærði gat ekki borið á móti þessu. Pótti mönnum þetta svívirðilegt, og var útlit fyrir að maðurinn yrði liart dæmdur. Jón var áheyrandi við réttarhaldið, en áður eri rétti væri slitið spurði hann, hvort honum væri leyft að tala nokkur orð, og var honum leyft það. Spurði hann þá hinn ákærða, hvort hann vildi að hann spyrði vitnin að nokkru er hann snerti, og vildi hinn það gjarna. Pá spurði Jón vitnin, hvort sjúklingnum hefði orðið nokkuð meint við það, þó hann drykki blóðið, hvort hann hefði veikst á eftir. Pví neituðu vitnin. Spurði þá Jón, fyrir hvað væri þá kært, þegar enginn skaði hefði orðið. Fyrir þessi afskifti Jóns féll málið niður. Jón var tæplega meðalmaður á hæð, þrekinn í herðum, með dökt, hrokkið hár og bartaskegg og varð snemma sköllóttur og hærðist með aldrinum. Ekki var hann smáfriður, en andlitiö skarplegt með fjörlegum og skarplegum svip, en liarðlegum og cinbeittum, þegar alvaran var öðrumegin, en oft mesti æringi, bæði heima og hciman. Striðinn og glettinn, einkum þar sem hann var kunnugur. Hann ferðaðist víða og kyntist fljótt. Einatt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.