Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Page 38

Eimreiðin - 01.04.1919, Page 38
102 ÚR MINNISBLÖÐUM [EIMREIÐIN var það, þegar hann kom á bæi og baðst gistingar og fleiri voru fyrir, sagði hann: »Ef knapt er með rúm, þá tek eg mér til þakka að sofa hjá þokkalegri vinnukonu«. Þegar hann þakkaði • fyrir góðgjðrðir, sagði hann oft: »Eg þakka þér (eða yður) fyrir helminginn«, við hvort hjónanna, og var þá oft hlegið að honum- Eitt sinn sagði hann við Sakarias bónda á Kollafjarðarnesi: »Þakka þér fj7rir helminginn«. Svaraði þá Sakarias: »Mikill reglu- maður ertu Jón«. Pað svar þótti Jóni ágætt. Oft lieilsaði hann stúlkum með þessu ávarpi: »Sæl vert þú, jómfrú góð, þú fyrir- gefur, ef eg lýg«. Það kom honum best, ef þær þá firtust og kölluðu hann dóna, en ekki var hætt við að hann reiddist, þó honum væri goldið líku líkt í orði eða verki og þótti gaman að, ef það var gert laglega. Pó Jón væri fljótlyndur og harðorður stundum, var hann vel þokkaður af vinnufólki sínu og öðrum, og ætíð talinn nyt- semdar- og sæmdarmaður í héraði. Á Enni misti Jón sjóniná og síðustu æfiárin lá hann i kör, en lengst af hélt hann óskertum sálarkröftum sínum, glaðlyndi og áhuga. Eg kom nokkrum sinnum að Skriðnesenni á síðustu árum hans. Var hann þá ætíð fjörugur, ungur í anda og skemtilegt að tala við hann. Áður en hann lagðist í kör, kom hann á sumrin kynnisför hér inn í Bæjarhrepp, og glaðnaði jafnan yfir mönnum, þegar gamli maðurinn kom. Því sorg og víl átti sér sjaldan stað í nálægð hans, þó sjónlaus væri. Hann kunni líka frá mörgu að segja og skorti ekki greind, eins og kunnugt var, og ergist eg nú yfir því, að á þeim árum gerði eg svo lítið að því, að koma í veg fyrir að margt gleymdist, er seinni mönnum mundi þykja ekki alls ófróðlegt. — Eg man lítið af því, er hann sagði mér úr Skagafirði. Aðrir hafa sagt mér að hann hafi búið á Utanverðunesi og Eyhildarholti og verið gildur bóndi. Átti »jakt«, sem gekk til hákarla og fiskiveiða, en hún fórst með mönnunum og hafði sonur Jóns verið þar með. Hafði Jóni fallið það svo þungt, að ráð hans hafði verið á reiki þá um tima, og er líklegt að flutningurinn vestur hafi stafað af því. Ýmsar smá skrítlur sagði Jón mér úr Skagafirði, er eg man sumar. Ein var sú, að hann sagðist hafa verið góður kunningi Magnúsar prests Sigurðssonar, er var í Reynistaðarþingum um 1828. Prestur var undarlegur og hafði sumum ekki virst hann vera með réttu ráði í köflum. Hann sá oft lengra fram á veginn en aðrir og sagði jafnvel fyrir óorðna hluti. Hann sagði Jóni margt, er reyndist rétt. Pá var Jón unglingur og ekki farinn að hugsa um giftingu. Pó spyr hann prest, hvort það mundi liggja fyrir sér að giftast. Hinn kvað já við því. Pá spyr Jón, hvort hann vissi hvað konuefnið héti og hvar hún væri. Prestur sagði að hún væri norður á Hálsi í Fnjóskadal og héti Anna og væri

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.