Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Side 41

Eimreiðin - 01.04.1919, Side 41
EIMREIÐIN] PRJÚ SMÁKVÆÐI 105 Eg harma þennan dag minn, sem að djúpi hnigur hljólt, daginn, sem eg álti — en glataði svo fljótt. — Já, dapurt er að Ijóð mitt skuli liggja í brotum og ljósið vera á þrotum. Ljósið er á þrotum — og liðin stundin hjá og ljóðið mitt í brotum. Eg veit, eg mun í svefninum værðir aldrei fá, því vakan min er skuggi, sem hvergi flýja má. Já, sárt er það, að ljóð mitt skuli liggja í brotum og ljósið vera á þrotum. Klungur. Ungum er örðug gangan einmana’ hinn gamla veg. Auðnin er köld og úfin og afdrepin skuggaleg. Og ei er að kynja þótt kárni og klaki leggist við fót, því leiðin er næðingsnöpur í norður og upp í mót. En eitt er þó ávalt til bóta þeim einmana’ er veginn fer: Útsýnið opnast og víkkar því ofar, sem vegfarann ber. Svarta höllin. 1 svörtu höllinni heima er hádegið ekki til. í lágnættinu eg læðist þar og lit ekki handaskil.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.