Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Side 42

Eimreiðin - 01.04.1919, Side 42
106 TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR [eimreiðix í svörtu höllinni heima er hrörlegt og dauða-kalt, en samt er mér sem eg þekki þar i þögninni líf mitt alt. f svörtu höllinni heima er húmið í hverri gátt. Hjá sorgunum mínum sit eg þar og syng við þær ofurlágt. Töfratrú og galdraofsóknir. Eftir Magnús Jónsson. III. Sögulegt yfirlit um miðaldir. Galdrahamarinn. Af þeim þrem höfuðflokkum töfranna á miðöldunum, sem áður eru nefndir, er það eiginlega að eins einn, sem rætt verður um í þessari grein, en það eru töfrar alþýðunnar. Það er alþýðlega töfratrúin, sem kemur fram í göldrunum, og hrikaleikur galdraofsóknanna er ekki annað en barátta milli hennar og kirkjulegu töfranna. Það er barátta milli hvítra og svartra töfra. í rauninni eru allar þessar tegundir töfra nauðalíkar, eins og eðlilegt er, þar sem alt er sprottið upp af sömu rótinni. Það er sama trúin á það, að unt sé að komast í dularfult samband við andlegan heim og draga þaðan kraft til máttarverka, sem klæðisl svo mismunandi bún- ingi. Þar sem tvíveldisskoðun ríkir í trúarbrögðunum, kemur ávalt munurinn á hvítum og svörtum töfrum, þvi að þá er ávalt unt að leita þessarar yfirnáttúrlegu hjálpar hjá öndum af báðum flokkum. Kirkjan leitaði hjálpar- innar hjá guði og helgum mönnum og heilögum englum.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.