Eimreiðin - 01.04.1919, Page 46
110
TÖFRARRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR
[EIMREIEIN
sem skírsluna tók að bera hann níu skref. Þá var bundifr
um, og síðan leyst til eftir nokkra daga. Skar prestur þá
úr bvort skir væri. — Vatnsdómurinn var aftur á móti-
þannig, að sá er í hlut átti var bundinn (stundum á
höndum og fótum, stundum aftur á móti hægri þumal-
fingur bundinn við vinstri stóru tá) og kastað í vatn,
Vatnið hafði áður verið vígt. Ef maðurinn var saklausr
tók vatnið við honum og hann sökk, en væri hann sekur,
flaut hann. Þessi vatnsdómur mun þó naumast hafa verið
notaður nema við galdrakærur.
Svona hélt kirkjan á margvíslegan hátt við töfratrúnni,
enda þótt hún sjálf bannaði að hegna galdramönnum, og
neitaði því, að þeir væru yfirleitt til. Liðu svo nokkrar
aldir að við sama stóð, og Canon episcopi kom i veg
fyrir galdraofsóknir, þegar á þurfti að halda, og hjátrúin,
ætlaði að sprengja af sér öll hönd.
Nú víkur sögunni aftur til Alexandríu. Sambandið millr
hennar og Evrópu slitnar, og Evrópa er sokkin í styrjaldir
öldum saman. En á sama tíma halda vísindalegu töfr-
arnir áfram þar í hér um bil 5 aldir. Múhameðstrúar-
menn leggja því næst borgina undir sig, og bráðlega fara
Márarnir að kynnasl þessum vísindum, og leggja afar-
mikla stund á þau. Á tólftu og þrettándu öldinni eru þeir
orðnir svo lærðir í því, að engir slíkir töframenn aðrir
hafa til verið.
Á þrettándu öld komast- svo töfravísindin til Evrópu.
Márar eru fengnir til þess að kenna við háskólann, sem
Friðrik keisari II. af Hohenstaufen stofnaði í Neapel
snemma á öldinni. Vísindamenn Evrópu gleypa við þessir
og nú breiðast töfrakúnstirnar út. Kirkjan leit illu auga
til þessara vísinda, og þótti með þessu gengið inn á það
svið, sem hún ein átti að fást við. En þó lenti þeim
aldrei verulega saman. En kirkjan varð auðvitað fyrir
stórmiklum áhrifum frá jiessum töfravísindum, og tók
þau upp að mestu, og klæddi í kirkjulegan búning.
Til þess að skilja hvernig galdra- og djöflatrúin gat
hlaupið í þann fjarskalega algleyming, sem raun varð á,